föstudagur, 24. júlí 2009

Aumingjar?

Eru Íslendingar í alvörunni að breytast í aumingja? Ég trúi því bara ekki upp á þjóðina.. að væla yfir atvinnuleysi og kreppu en taka svo ekki vinnu þegar hún býðst! Mér finnst þetta hneisa! Mér finnst reyndar líka hneysa að atvinnuleysisbætur séu hærri en sum laun! Það er út í hött.. en er ekki betra að vera í vinnu þó launin séu ekki upp á marga fiska heldur en að hanga heima upp í sófa alla daga að góna út í loftið.... hrikaleg þróun!

Auðvitað hefur þetta fólk sína hlið sem maður þekkir kannski ekki.. mögulega vill það ekki eyða sumrinu í að vinna (fólk sem hefur alltaf fengið sitt sumarfrí annars staðar) og vill því bíða með að fá sér vinnu þar til eftir sumarið.. einnig hefur fólk kannski engan áhuga á vinnunni sem býðst en mér finnst það harla góð afsökun (sérstaklega eftir að manni er oft boðin vinna (mismunandi býst ég við) og þiggur hana ekki)).

Ég vil ekki trúa því að við séum að breytast í aumingja.. að næsta kynslóð sé orðin svona.. mín kynslóð! Ég vil ekki trúa því.. Ég er amk þakklát fyrir að hafa mína vinnu þrátt fyrir að hún geti oft verið erfið og full mikil þá er ég þakklát og vona að fólk kjósi frekar að hafa vinnu en að hanga heima á bótum!

Annars er ég farin að lúlla.. Embla sys kemur í nótt og verður yfir helgina.. ýkt spennt! Knús, H.