mánudagur, 5. júlí 2010

Kveðjur í bundnu máli :)

Ég rakst á bloggi föður míns á fallegt ljóð sem hann Jói í Stapa orti sem kveðju til mín að norðan - þar sem hann komst ekki í stúdentsveisluna mína í maí 2008.

Kveðja að norðan
Nú gyllir sólin himinhvelin há
og hlýir geislar verma land og sjá
nú færist líf í fagran skógarreit
og fuglar hefja glaðra hljóma sveit

Fast að stöfum skólahurð er skellt
frá skyldum náms er þungum steini velt
og æska fagnar frelsi er vorið ól
og faðminn breiðir móti lífi og sól.

Fögrum draumum fögnum því í dag
og frjáls við skulum syngja vorsins lag
og gleðjumst því er gengin vetrarþraut
og glöð við stefnum út á framabraut
.JG

Þegar ég les svona falleg ljóð hugsa ég strax til Bragaþingsins sem verður haldið í ár í landnámi Íslands (RVK) - og stefnan auðvitað að skella sér enda hin besta skemmtun með glimrandi vísum, góðu fólki, söng, dansi og góðum mat :)

En ég verð einnig að setja hérna með vísuna sem pabbi orti til mín á afmælisdaginn minn 25.maí s.l.

Árna heilla Höllu í dag
hlý vill sólin skína.
Megi fagurt ljóð og lag
lífga daga þína.
IHJ

Knús til allra og góða "nótt" - þar sem ég er komin heim af næturvakt og á leið uppí rúm :)