
Ég hef mikið velt þessu hugtaki fyrir mér - systraást. Sumar systur eru aldrei nánar en auðvitað elska hvor aðra - enda náskyldar. En systur eru svo misjafnar.. sumar hnakkarífast endalaust.. aðrar rífast aldrei. Sumar líta á systur sína sem einhvern sem maður neyðist til að umgangast og þola.. en aðrir líta á systur sína sem vinkonu og einhvern sem maður vill umgangast sem mest.
Ég á dás


Í dag er hún mín albesta vinkona, hún er 16 ára og ég tvítug.. og ég get ekki hugsað mér hana betri! Ég nýt þess


Ein skemmtileg sönn systrasaga í lokin: Fyrsta nóttin sem ég svaf ein í herbergi (en ekki í koju með Emblu) þá vaknaði ég um miðja nótt.. labbaði að herbergi mömmu og pabba og umlaði þar eitthvað og tautaði (upp úr svefni).. þegar mamma og pabbi sögðu mér að fara bara aftur að sofa og inn í rúm þá fór ég inní kojuherbergið þar sem Embla svaf í neðri kojunni og hlunkaði mér ofan á hana þannig að mamma og pabbi heyrðu dynk inní herbergið sitt.. þegar þau koma inn í herbergið ligg ég ofan á Emblu og Embla steinsofandi og ég auðvitað líka! Mamma tók mig inn í herbergið mitt og ég svaf þar sem eftir var a.m.k. þessarar nætur.
Hafið það gott og munið að elska systur ykkar - og önnur systkini :)
knús, Halla Ósk