fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Systraást
Ég hef mikið velt þessu hugtaki fyrir mér - systraást. Sumar systur eru aldrei nánar en auðvitað elska hvor aðra - enda náskyldar. En systur eru svo misjafnar.. sumar hnakkarífast endalaust.. aðrar rífast aldrei. Sumar líta á systur sína sem einhvern sem maður neyðist til að umgangast og þola.. en aðrir líta á systur sína sem vinkonu og einhvern sem maður vill umgangast sem mest.
Ég á dásamlega systur, Sigríði Emblu, sem er 4 árum yngri en ég og mitt eina alsystkini. Við höfum alltaf verið saman, alltaf verið nánar... og bjuggum meira að segja saman í herbergi í mörg ár þegar við vorum yngri - svokallaðar kojusystur! Og þetta voru dásamleg ár.. alltaf gaman.. lékum okkur með brúður og bangsa - plastdýr, kubba og önnur leikföng.. Bjuggum til leikrit og hlóum af því öllu saman. Ég varð auðvitað stundum þreytt á þessari litlu systur minni sem vildi vera eins og stóra systir og elti mig jafnvel á röndum þegar ég var með vinum mínum... en ég held það hafi nær aldrei ef einhverntíma komið til mikilla rifrilda og ef svo var vorum við jafnsnöggar að sættast aftur.
Í dag er hún mín albesta vinkona, hún er 16 ára og ég tvítug.. og ég get ekki hugsað mér hana betri! Ég nýt þess að umgangast hana sem oftast.. get talað við hana um hvað sem er.. hún þekkir mig manna best og við elskum hvor aðra nákvæmlega eins og við erum - enda erum við afskaplega líkar bæði hvað varðar skap og húmor! Og sumir telja okkur líka líkar útlitslega! Við rífumst aldrei og höfum engan áhuga á því.. við ræðum málin alveg og höfum mismunandi skoðanir en rífumst samt ekki. Ég get ekki hugsað mér veröldina án hennar og hlakka alltaf til að hitta hana.. knúsa hana og flippa með henni!
Ein skemmtileg sönn systrasaga í lokin: Fyrsta nóttin sem ég svaf ein í herbergi (en ekki í koju með Emblu) þá vaknaði ég um miðja nótt.. labbaði að herbergi mömmu og pabba og umlaði þar eitthvað og tautaði (upp úr svefni).. þegar mamma og pabbi sögðu mér að fara bara aftur að sofa og inn í rúm þá fór ég inní kojuherbergið þar sem Embla svaf í neðri kojunni og hlunkaði mér ofan á hana þannig að mamma og pabbi heyrðu dynk inní herbergið sitt.. þegar þau koma inn í herbergið ligg ég ofan á Emblu og Embla steinsofandi og ég auðvitað líka! Mamma tók mig inn í herbergið mitt og ég svaf þar sem eftir var a.m.k. þessarar nætur.
Hafið það gott og munið að elska systur ykkar - og önnur systkini :)
knús, Halla Ósk
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Rosaleg falleg orð til systur þinnar!:) Frábært lika að þið skuluð vera svona nánar og góðar vinkonur og systur, það er ekki svona hjá öllum systkinum! Flott blogg hjá þér skvís og skemmtilegar myndir af ykkur systrum:)
SvaraEyðamaður bara orðinn frægur hérna..;) ógeðslega sætt blogg hjá þér elskan mín og yndislegt að vera partur af því.. enda er systraástin meira en allt í lífinu.. jæja verð að fara... bæbæ... (K)
SvaraEyðaMig langar að deila dásamlegu vitnisburði mínum um hvernig ég kom aftur til eiginmannar míns í lífi mínu, ég vil segja fólki að það sé raunverulegt stafrænt á netinu á netinu og er öflugt og einlægt. Hann heitir DR PEACE, hann hjálpaði mér nýlega að hafa sambandið mitt sameinað með eiginmanni mínum sem varpaði mér. Þegar ég snerti DR PEACE kastaði hann ástfangelsi fyrir mig og eiginmanninn minn sem sagði að hann hefði ekkert að gera með mér, kallaði mig og bað mig. Fyrir alla sem lesa þessa grein og þarfnast hjálpar, getur DR PEACE einnig boðið upp á alls konar hjálp, svo sem að sameina hjónaband og samband, lækna alls konar sjúkdóma, málaferli, meðgöngu frásögn, við erum nú mjög ánægð með okkur sjálf. DR PEACE gerir honum grein fyrir hversu mikið við elskum og þarfnast hvert annað. Þessi maður er alvöru og góður. Hann getur einnig hjálpað þér að endurheimta brotið samband þitt. Ég hafði eiginmanninn minn aftur! Það var eins og kraftaverk! Engin hjónaband ráðgjöf og við erum að gera mjög vel í kærleika líf okkar. Hafðu samband við þennan mikla mann ef þú átt í vandræðum með sjálfbæran lausn
SvaraEyðameð tölvupósti: doctorpeacetemple@gmail.com
WhatsApp: +2348059073851
Viber: +2348059073851