þriðjudagur, 3. mars 2009

FSu í fjölmiðlum

Nýverið hefur verið mikið talað um FSu í fjölmiðlum og það neikvætt.. alls kyns ofbeldis- og eineltisfréttir þannig að FSu er í augnablikinu skaðræðasti skóli landsins held ég bara.

Ég tel samt að FSu sé á engan hátt verri en aðrir skólar, jú hann er mjög svæðisskiptur sem getur auðvitað orsakað eineltisraddir en "lítill sveitaskóli" verður kannski sjálfkrafa soldið skiptur þar sem fólk kemur í hópum frá hinum ýmsu sveitafélögum sem hafa ekki umgengist hvort annað hingað til.. sumir frá Selfossi, aðrir frá Hellu og Hvolsvelli og enn aðrir frá Hveragerði eða Þorlákshöfn. Á milli þessara svæða á suðurlandinu sem skólinn sameinar er heilmikil vegalend og þar með skiptist þetta svona niður. Fólk þekkist samt mikið á milli svæða og skapast nýjir vinahópar þarna eins og annarsstaðar - t.d. í gegnum lífsleikniáfanga sem er aðra önnina á busaárinu í skólanum - stór blandaður bekkur fullur af busum og tímar í 6 x 40mín á viku! Það þjappar hópum og svæðum saman, a.m.k blandast aðeins betur!


Ég held að vandamálið sé aðallega hönnunin á skólanum - hann er sjálfkrafa svæðaskiptur vegna hönnunar"galla" .. fólk verður að dreifa sér hér og þar í horn, ekki nema fáir komast í matsalinn (sem er þó stærsta svæðið) þannig að þar saf
nast fyrir selfossbúarnir (sem eru oftast fjölmennastir í skólanum) og svo skipta minni sveitafélög sér niður á minni svæðin... ef skólinn væri hannaður eins og t.d. VMA (þar sem ég var í 2 ár í skóla) þá væri þetta örugglega ekki jafnstórt vandamál! Þar er bara ein stór gryfja þar sem stólar og borð (mislöng) eru út um allt.. (mynd hér f. ofan) og í návígi við hvort annað þannig að maður sest bara þar sem maður þekkir fólk en engin merkir sér borð - þar sem allt er eins! Einnig er skólinn á hæðum og á tveim efri hæðunum eru eingöngu "mini" svæði þar sem örfáir komast fyrir - og það orsakar oft að þeir sem komast ekki á visst svæði sækja upp á aðrar hæðir og útiloka sig af þar.

Annars held ég eins og ég sagði hér fyrir ofan að FSu sé á engan hátt verri en aðrir þar sem ég man t.d. eftir því að í VMA fór lögreglumaður með fíkniefnahund um skólann nokkrum sinnum á önn vegna fíkniefnavandamála í skólanum.. ekki var þetta rætt í neinum fjölmiðlum sem ég man eftir.
Ég held að fjölmiðlamenn á suðurlandi séu bara svo afkastasamir og hreinskilnir að þeir segja meira frá því sem gerist hér en aðrir landshlutar.. og þegar eitthvað smá hefur skeð - þá beinast öll spjótin á þann stað og reynt að finna og segja frá öllu sem gerist - sama hve ómerkilegt eða lítið það sé.

Ég held fyrst og fremst að það megi alls ekki túlka FSu eða Selfoss sem einhvern glæpabæ þó að fréttirnar og fjölmiðlar segi meira frá þess háttar fréttum héðan en annars staðar frá.. ekki verð ég vör við
neitt og fjölmiðlar ættu kannski að íhuga að hafa jafnt hlutfall milli landshluta - enda sér maður að Magnús Hlynur er mjög duglegur að koma með ýmsar fréttir af suðurlandinu - flestar jákvæðar, glettnar og skemmtilegar þó hinar verði auðvitað að fylgja með stundum - enda er lífið ekki eingöngu dans á rósum! Ekki man ég eftir nýlegum fréttum frá t.d. Sauðárkróki eða Patreksfirði.
Munum bara að vera með opin huga.. gefum öllum tækifæri og stimplum ekki fólk án þess að kynnast því og þekkja nákvæmar aðstæður. Gefið Selfossi og FSu séns.. það hafa allir galla - allir skólar og öll sveitafélög en Selfoss er yndislegur bær, fallegur og notalegur.. og FSu hefur sína kosti þó að skiptingin sé mikil og lítill hópur sé til vandræða - þá eru hin 90% indælisfólk og jafn góðir og aðrir framhaldsskólanemar í landinu.

6 ummæli:

  1. þetta er flott blogg hjá þér...segir algerlega það sem þarf.. fsu er enginn glæmbonaskóli þó til séu einhverjar verri staðreindir um hann líka.. það er alltaf gaman að lesa bloggin þín halla mín og vertu bara dugleg að skrifa meira..;) kanski barsta um skotland næst..;)
    kv.sigga litla systir..

    SvaraEyða
  2. flott blogg hjá þér halla ;)

    SvaraEyða
  3. Rosalega er þetta ljót stelpa í matsalnum hjá VMA.

    En það er líklega nokkuð til í þessu - Selfoss geldur fyrir dugnað fréttaritara og sýslumanns.

    SvaraEyða
  4. Haha alveg sammála Steindóri um aumingjans stelpuna í VMA...

    Eftir nánari athugun held ég að þetta sé strákur :S

    kv. Sandra

    SvaraEyða
  5. Jább þetta er strákur held ég líka!!:D haha... Og Sandra - bara tveir dagar í KNÚÚÚS! ;)

    SvaraEyða
  6. haha,,, þetta er strákur á myndinni!;)
    Hey og í sambandi við fíkniefnahundinn í VmA þá kom það slatta í fjölmiðlum fyrst, það var mikið talað um hvað þetta væri orðið alvarlegt og svo framvegis... En mér finnst það er bara jákvætt að hann mæti;)

    SvaraEyða