laugardagur, 14. mars 2009

"Öðruvísi" skemmtanir

Ég er kannski ekki "hið eðlilega" ungmenni sem fer á djammið hverja helgi, drekkur mikið áfengi og já skemmtir sér á þann máta.. nei ég fer aðeins aðrar leiðir..

Söngkvöld eru skemmtun sem ég hef alist upp með alla mína ævi, reyndar fékk ég mín fyrstu ár ekki að fara og var sett í pössun og því eru þessi kvöld enn meira spennandi í seinni tíð. Pabbi heldur þessi kvöld, býður vinum og vandamönnum til að safnast saman og syngja upp úr söngbókum (sem pabbi hefur útbúið og látið prenta). Síðan er kaffi og spjall inn á milli. Þetta er frábær skemmtun, alltaf jafn skemmtilegt að syngja og hitta svo vini og vandamenn - suma sem maður hittir sjaldnar.

Hagyrðingamót er önnur skemmtun sem mér líkar afskaplega vel - búin að mæta á tvö slík mót - og líklega yngsti aðilinn á þessu kvöldi. En þarna koma saman hinir ýmsu hagyrðingar frá öllum landshlutum og svo er mótið haldið til skiptis í landshlutunum fjórum þannig að nú þegar hef ég farið á mót á Blönduósi og svo við Vík í Mýrdal og næst verður það haldið einhversstaðar hér á Suðurlandinu - alveg dottið úr mér hvar. Og auðvitað mætum við!! Steindór kom með okkur í fyrra og skemmti sér konunglega - enda hagyrðingur sjálfur ;) Og fyrir það næsta er búið að panta partýbústað fyrir familiuna - ætlum nefnilega að reyna að ná Emblu með í þetta sinn ;)
Góður matur í góðum félagsskap, söngur, glens og gaman auk allra vísnanna og stakanna sem koma fram á yfirborðið og sýna manni hve ótrúlegur sá hæfileiki er að geta ort góða vísu!

Um daginn var svo haldið þorrablót í mömmu fjölskyldu og var það ótrúlega gaman - söngur (eins og alltaf:) og m.a.s. samkvæmisleikir sem undirrituð sá um með öðrum að undirbúa :)

Svo má nú ekki gleyma miðvikudagskvöldunum góðu þar sem við systurnar mætum til Annýjar frænku, borðum popp og horfum á Grey's Anatomy með spjalli og fjöri :)

Þegar ég er ekki í svona þrusustuði þá er ég afskaplega slök! Hef það notalegt heima með Emblu sys eða Dalíu kisu! Ef ég er ekki í jógastellingum eða hoppandi og skoppandi með Emblu inní stofu þá sauma ég út eða prjóna! Og fyrir utan það finnst mér ótrúlega skemmtilegt að glugga í og lesa þjóðsögur, norræna goðafræði eða í íslandssögubókinni minni :) Já fólk er kannski hissa á að ég sé ekki gáfulegri en ég er.. leyni á mér!! haha! En reyndar svo svakalega gleymin að ég gleymi því miður jafnóðum því sem ég var að lesa.. en þá get ég líka lesið það aftur og aftur með sömu ánægju!

Kannski fer ég aðeins að líkjast "hinu venjulega ungmenni" næsta haust þegar ég fer í HÍ og kíki á félagslífið þar ;) En hagyrðingamót og söngkvöld verða samt alltaf frábær og góð blanda við "hið venjulega" :) Því það er svo gaman að gera eitthvað furðulegt og öðruvísi - vera ekki eins og allir hinir!

Hafið það gott og skemmtið ykkur eins og þið skemmtið ykkur best! :) kv. Halla Ósk

4 ummæli:

  1. Það er enn skemmtilegra að hafa þig (og þinn) með á söngkvöldum og hagyrðingamótum. Svo ég tali nú ekki um að hafa þig í sófanum með prjóna eða nál í hönd.

    SvaraEyða
  2. Sammála mömmu þinni :) Hlakka til að prjónast og "gellast" á föstudaginn 27. mars ... og eitt, Halla haltu alltaf áfram að vera nákvæmlega eins og þú ert því þú ert svo FRÁBÆR !! knús :* Þórdís

    SvaraEyða
  3. vúhú! félagslífast með mér í HÍ :)

    SvaraEyða
  4. Þú ert algjört æði Halla Ósk! Held að þú munir ekki eiga erfitt með að sameina félagslífið í Hí saman við hagyrðingamótin og söngvakvöld;) Alltaf gott að vera ekki eins og aðrir því annars er maður bara ekki maður sjálfur;) knús knús;*

    SvaraEyða