Eins og flestir vita sem þekkja mig - þá er ég í augnablikinu að undirbúa mig undir háskólanám. Ég kláraði stúdentinn seinasta vor en ákvað svo á seinustu stundu að fara í hjúkrunarfræði (en ekki sálfræðina sem hafði verið planið lengi) en þá kom babb í bátinn. Til að komast inn í hjúkrunarfræði voru þau inntökuskilyrði hjá Háskóla Íslands að nemandinn yrði að vera búinn með EFN103 og EFN203 til að komast inn. Þannig að þá tók við ár í Fjölbrautarskóla Suðurlands aftur.. en breyttir tímar - því nú var maður ein af "gömlu kerlingunum" hehehe.. viss lífsreynsla það! Annars hékk ég aðallega með litlu systur minni (busanum) og hennar vinum.. jújú maður er svo "kúl".
En nýjustu fréttir eru þær að það er búið að afnema þessi inntökuskilyrði og nú eru engin inntökuskilyrði til staðar nema stúdentspróf (eða sjúkraliðamenntun og að vera orðin 25 ára ef sú menntun á við) þannig að þá sá ég að þetta heila ár sem ég seinkaði háskólamenntun minni var til einskis! Eða hvað??
Á þessu ári hef ég lært ýmislegt, ég hef tekið aðra kúrsa með efnafræðinni, lífræði og líffærafræðikúrsa auk þess sem ég er núna í lífrænni efnafræði (í háskólanámsbók) og það er einmitt eitt fag í hjúkrunarfræðinni á fyrsta ári sem er lífræn efnafræði - ekki slæmt að vera komin með allgóðan grunn í því! En auk þess að hafa lært heilmikið þá hef ég líka slappað af! Ég hef prjónað heilmikið og saumað! Hreyft mig meira og reynt að breyta lífsvenjunum til hins betra, notið þess að vera heima á hótel mömmu og "chillað" með fjölskyldunni.
Þannig að þetta ár var engan veginn til einskis - þó manni finnist auðvitað svolítið sárt að hafa eytt svona mikilli orku í þetta - þá er ekkert til einskis - bara mismunandi reynsla og ég er öruggari í gegn um þetta nám núna en í fyrra því ég hef amk einhvern grunn sem hægt er að byggja á í stað þess að stökkva beint í djúpu laugina án þess að kunna að synda!
EN mér blöskraði nú heilmikið í morgun þegar ég komst að því að háskólakennarar þurfa ekki að taka nein kennsluréttindi til að kenna í háskóla! Framhaldsskólakennarar þurfa að taka 1 ár í kennsluréttindum og grunnskólakennarar 2 ár en háskólakennarar ekkert nema að hafa doktorsgráðu! Hvernig eiga háskólakennarar að vita hvernig kennslunni er best háttað - hvernig prófin eiga að vera uppbyggð og fleira í þeim dúr! Mér sýnist þeir nú bara vera að stökkva beint í djúpu laugina án þess að kunna að synda - sem ég mæli nú ekki með! ;)
Jæja, ætli þetta sé ekki nóg lesning fyrir ykkur í dag :) Fleiri gullmolar framundan svo fylgist með og látið mig vita af ykkur svo ég sé nú ekki að tala við sjálfan mig hérna :)
Ef grunnskólakennarar þurfa 2 ár og framhaldsskólakennarar 1 ár ... er þá ekki rökrétt að háskólakennarar þurfi 0 ár?
SvaraEyðaSennilega miðar þetta kennsluréttindanám að barnauppeldi, sem verður óþarfara með vaxandi aldri nemenda.