Ég er stödd þessa dagana í Blöndudal hjá ömmu minni í Ártúnum. Við erum hér nokkur saman, mamma, Embla systir, Guðrún frænka, Sigga Dögg (dóttir Guðrúnar) og dóttir hennar, Auður Freyja, ásamt Magnúsi Ara barnabarn Guðrúnar sem er 4 ára gamall.
Við Magnús Ari skelltum okkur saman í fjósið í gær sem var ábyggilega álíka gaman fyrir okkur bæði, þar sem hann er lítill polli að sjá ýmislegt í fyrsta sinn og ég að rifja upp gamla tíma í sveitinni. Mér finnst ótrúlega tilfinning að fara með svona strák í fjósið og hugsa til þess að hann fái það tækifæri sem mörg börn fá aldrei, að vera í sveit og upplifa lífið utan borgarmenningarinnar. Auk þess að læra að umgangast dýr og náttúruna.
Við lentum nú í ýmsum ævintýrum þennan klukkutíma sem við vorum í mjöltum í gær. Magnús Ari fékk eitt stykki sveiflandi kúahala framan í sig (sem er afskaplega vont fyrir þá sem hafa ekki lent í því!) og Magnúsa Ari grét aðeins og fibaðist en við komumst mjög fljótt að þeirri niðurstöðu að kýrin hafi bara ekkert vitað af honum þarna, auk þess sem hún notar halann til að kæla sig niður og bægja frá flugum. Við skelltum vörn í sókn og tókum á það ráð að halda í halann þegar einhver sat hjá og mjólkaði svo engin myndi lenda í kúahalaárás eins og Magnús Ari. En að halda í kúahala er heilmikið átak.. þær eru "naut"sterkar og nautahali líkari svipu en hala! Oddhvass og berjandi.
Fleira sem skeði var að kálfar voru að sleikja á okkur hendurnar og reyna að rífa þær inn í sig... en þær eru líka rosalega sterkar í tungunni og eru fljótar að ná lítilli hendi upp í sig! Lítill nýfæddur kálfur hleypur um allt fjósið hoppandi og skoppandi auk þess sem villiköttur er búin að fá sér bólfestu í fjósinu og kvæsir á þá sem nálgast sig!
Í kvöld ætlum við að skella okkur aftur í fjósið og skemmta okkur :) Að fara með barn í sveit og fjós er frábær upplifun og að gera það sjálfur er líka rosalega skemmtilegt! Þessi upplifun lifir með barninu alla tíð og breytir ýmsu í hugsun og heðgun að hafa verið í sveit til hins betra ;)
Híhíhí, það er svo gaman í sveit og greinilega rosalega gaman hjá ykkur :)
SvaraEyðaSíðast þegar ég fór í fjós gerði ég þau mistök að vera í rauðri peysu og var að farast úr áhyggjum. Var alveg viss um að beljur og naut myndu ráðast á mig haha :)
Knús til þín Halla mín