Eftir heljarinnar páskahret er ég öll að koma til - bragðskynið aðeins farið að láta á sér kræla þó að ég sé enn með hellu fyrir eyranu þannig að ég heyri ekki hálfa heyrn þá kemur þetta allt að lokum :) Maður batnar að lokum og er heppin að vera ekki lífshættulega- eða langveik :) Þegar bragðskynið er loks komið langar mig bara í eitt: banana- og döðlubrauð!! Svo að ég ákvað að skella hér uppskriftinni inn af dásamlegu brauði, sykurlaust en fullt af sætum ávaxtasykri þannig að þegar maður borðar brauðið er eins og maður sér að borða eitthvað svaðalega óhollt og sykrað - en nei þetta er bara hollusta! Gott fyrir líkama og sál :)
-----
Döðlu- og bananabrauð
Hráefni: 200 g döðlur
2,5 dl heitt vatn
2 stk stappaðir bananar
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
300 g hveiti (eða 150g spelt og 150g sigtað spelt)
2 stk egg
2 msk olía
1 tsk. vanilludropar
Aðferð: Döðlurnar brytjaðar og settar í pott ásamt vatninu, suðan látin koma upp og allt kælt svo aðeins. Þurrefnum blandað saman við, eggjunum og vökvanum hellt út í og allt hrært saman. Sett í tvö aflöng form og bakað í 40 mín. við 200°C.
-----
Þetta er algjört lostæti! Einfalt og gott! Smá smjör ofan á og mjólkurglas! Dásamlegt :)
mhm, jummí lummí. Þá er það ákveðið hvað Fúsi gerir um helgina :)
SvaraEyðaJá eða ég, fyrst ég er er að pranga mig upp á þig og ykkur um helgina;)
SvaraEyðaNamminamminamm, mér líst rosa vel á það :)
SvaraEyðaHlakka til að sjá þig ástarpungur