föstudagur, 10. apríl 2009

Vera þakklátur

Á meðan sumt fólk missir vinnuna og peninga er annað fólk sem missir ástvini. Í Ítalíu er þjóðarsorg vegna jarðskjálfta, þar sem mörg hundruð manns hafa dáið og yfir 1000 manns slasast. Í Írak deyr fólk á hverjum degi og lifir í endalausum ótta við sprengjur og skotárásir. Í Afríku og öðrum þróunarlöndum lifir fólk varla daginn af vegna sjúkdóma eða/og matar- og drykkjaleysis. Align Center
Á Íslandi er meðallífsaldur fólks með því alhæsta sem þekkist í heiminum og um daginn sá ég frétt þar sem meðallífsaldur karlmanna væri sá hæsti á Íslandi. Mikið getum við verið þakklát fyrir það. Við getum verið þakklát fyrir hreina loftið, tæra og góða vatnið, friðinn og lífið hér á Íslandi.

Þó deyr fólk líka á Íslandi og á hverjum degi les maður yfir sorglegar minningargreinar, sér lítil börn eða ungt fólk í blóma lífsins. Alltaf er fólk að missa ástvini; foreldra, börn, afa og ömmur. Á hverjum degi ríkir sorg í einhverju hjarta sem er langtum verri en atvinnuleysi eða peningavandamál.

Ég fór að hugsa um lífið í öðru ljósi eftir að ég komst að því að kona á besta aldri deyr úr krabbameini, kona sem var full af lífi og gleði, naut þess að vera með börnum sínum og barnabörnum, var góður vinnuveitandi og yndisleg að öllu leyti. Þessi kona kemst að því að hún sé með krabbamein og að hún muni deyja eftir nokkra mánuði. Sú tilfinning hlýtur að vera skelfileg og að þurfa að segja sínum nánustu fréttirnar er eitthvað sem enginn getur ímyndað sér.

Maður verður að hugsa til þess jákvæða í lífinu og þakka fyrir allt það góða sem maður á. Lífið getur verið ósanngjarnt og erfitt. Núna eiga margir mjög erfitt og skelfilegt að svona sé komið fyrir okkar góða landi og að fólk eigi ekki mat handa sér og börnum sínum. En til að þrauka svona tíma af og horfa fram á við, verður maður að vera bjartsýnn og jákvæður. Maður verður að vakna á morgnanna, áorka einhverju og líta til framtíðar. Nota tímann sem maður hefur á þessari jörðu, með því fólki sem maður elskar.

Farið vel með ykkur og reynið að njóta lífsins til fulls.. þó það sé oft erfitt.

- Gleðilega páska elskurnar -

5 ummæli:

  1. Alveg rétt, það er nauðsynlegt að líta á björtu hliðarnar. Mínus og mínus gera plús ;)

    Hvert bros getur dimmu í dagsljós breytt :)

    Híhí kv. Bjartsýna Bína

    SvaraEyða
  2. sammála og sammála :)

    ...mikið eruð þið vitrar stelpur!

    SvaraEyða
  3. Jiii hvað ég er sammála þér, finnst fólk ekki gera neitt annað þessa dagana en að tuða... það ætti að vera þakklátt fyrir það sem það hefur, að hafa börnin sín hjá sér og nota tímann sinn með þeim. Því við vitum ekkert hvað við eigum langt eftir... CARPÉ DIEM

    SvaraEyða
  4. flott blogg hjá þér elskan..og ég er hjartanlega sammála.. :D að vera bjartsýnn og jákvæður er það eina sem hjálpar..
    kv sigga systur

    SvaraEyða
  5. Gott væri ef fleiri myndu hugsa líkt og þú kæra Halla. Hefuru hugleitt að senda pistilinn til stóru miðlanna?

    Bóndinn í Bauganesi.

    SvaraEyða