Ég hef mikið velt fyrir mér þessu hugtaki að grínast með eitthvað.. fólk segir oft eitthvað sem á að vera grín en samt hefur maður það á tilfinningunni að manneskjan hafi meint það og verið að reyna að koma einhverju á framfæri með því að fara "skondnu leiðina".
Ég hef alltaf verið mjög á móti bröndurum sem eru á kostnað annara - sérstaklega þegar þeir eru særandi. Þegar ég fór einu sinni á Galtalæk um verslunarmannahelgi man ég eftir einu þess háttar uppistandi - þar var Jón Gnarr upp á sviði að taka einhvern vissan hóp fólks "í nefið" - man ekki hvaða hópur það var en hann var frekar lítill en þó heilmiklar líkur á því að einhver fyrir framan sviðið flokkaðist undir hann. Ég þoldi ekki að horfa í kringum mig og sjá hina hlæjandi að þessu.. að láta hann fá þá ánægju að fólk hlæji að honum þegar hann er að gera jafn ljótan brandara á kostnað annarra bara til að vera fyndinn. Það er léleg leið og ódýr! Síðan þá hefur mér ekki líkað við Jón Gnarr hehe...
Spaugstofan tekur marga fyrir í sínum vikulegu annálum og er margt mjög fyndið auk þess sem þeir sýna manni oft aðrar hliðar á málum líðandi stundar. En það sem ég hef verið að velta fyrir mér nýlega er hvernig grínið á kostnað t.d. forseta Íslands er háttað.. hvort það sé ekki orðið fullmikið á tímum. Ég skil vel að alþingismenn og aðrir sem eru í fréttum og þess háttar séu gagnrýndir fyrir sín orð og hætti en er ekki orðið svolítið slæmt þegar forsetinn fær svona yfir sig.. á maður ekki að bera meiri virðingu fyrir forseta lýðveldisins en svo? Ég man nú ekki eftir að Vigdís hafi t.d. nokkurn tíma fengið svona yfir sig.
Ýmsir eru á móti Ólafi Ragnari og hafa sínar ástæður sem ég skil en Ólafur Ragnar hefur að mínu mati ekkert gert sem ég persónulega get verið á móti.. hann var meðfylgjandi útrásinni eins og flestir Íslendingar og mjög margir voru á þessum tíma..ekki hægt að ráðast á hann einn út af því. Auk þess sem grínin á kostnað Ólafs Ragnars hafa oftast ekkert með hans ákvarðanir að gera heldur hvernig hann lítur út eða ber sig.. eða hvernig konan hans ber sig og þau sem hjón..
Æ, mér finnst leiðinlegt að horfa á svona og sjá sömu skopatriðin endurtekin um forsetann okkar. Hann á ekki skilið svona óvirðingu frá þjóðinni - við kjósum hann lýðræðislega og höfum gert það.. ef við höfum eitthvað á móti honum verðum við bara sjálf að gera eitthvað í því eða fara í forsetaframboð!
P.S. Ég skellti bílhurð mjög fast í andlitið á mér, er bólgin og bíð eftir marblett! Haha.. skooondið! ;) ...bara svona til að hressa aaaðeins upp á bloggið :)
Flott blogg hjá þér :) Ég er alveg sammála þér, maður verður svo oft vitni af því að einhver ætlar bara að vera fyndinn og endar svo á því að særa einhvern, já eða bara lendir í því sjálfur! Hef líka tekið eftir því að fólk hlær einmitt mest af bröndurunum sem eru á kostnað annarra, en ég held að það sé aðallaega því það er fegið að það er ekki verið að gera grín að sér :S
SvaraEyðaOg með forsetann já ég er sammála því líka, mér finnst fólk vera alltof mikið að einbeita sér að því að vera að kenna einhverjum um þetta, sérstaklega stjórnmálamönnum og forsetanum, þegar það getur nú eiginlega bara pínulítið kennt sjálfum sér um :S,
en annars, alltaf gaman að lesa bloggin þín, lætur man alltaf fara að pæla virkilega mikið :P Haltu þessu áfram ;)
-Sigurdís :)
Takk Sigurdís, gaman að sjá að þú fylgist með mér hérna ;) :*
SvaraEyðaflott blogg ég er mjög sammála þér.. ólafur á þetta alls ekki skilið þó að ekki sé hægt að segja að þeir sem eru svona frægir geti losað sig undir öllum þrýstingi.. en ég vona að þetta lagist alveg herfilega leiðinlegt að horfa uppá svona.. og spaugstofan gengur nokkuð oft yfir strikið með gríni sínu um allt, mér finnst líka leiðinlegt hvað mikið er gert grín að Dorit, alveg síðan hún kom hefur maður heyrt leiðinlega hluti og sérstaklega þetta með stórasta land íslands. Það er ekki hægt að búast við að útlendir átti sig á þessu flókna tungumáli og mér finnst það rosalega flott hjá henni hvað henni hefur gengið vel með þetta yfir höfuð.
SvaraEyðaen jáww kveðja sigga systir