Jæja... eitt látlaust, grynnra og slakara en seinustu svaðablogg!
Dagurinn í dag er dagur sem fyllir mann af bjartsýni og jákvæðni. Veðrið er dásamlegt, skyggnið frábært og lífið einhvernvegin leikur við mann á svona dögum. Sumarið er svo sannarlega að koma með allri sinni dýrð og gleði :) Ég sit þessa dagana heima í hálfgerðri slökun þar sem skólinn er búinn og aðeins eitt próf í skólanum - 13.maí. En maður brallar nú ýmislegt þó maður sé heima við.
Er með mörg verkefni:
- er t.d. að hekla mér teppi núna sem er afskaplega skemmtilegt, er búin með 50 dúllur af 112 og bara kannski þrjár vikur síðan ég byrjaði þannig að það er bara allt sett í fimmta gír! Ætla að klára þetta teppi fyrir haustið þegar við förum að búa ;)
- svo er ég með saumaskap á fullu - er að sauma í diskamottur sem ég ætla líka að setja í búið ;)
- á prjónunum er ég allt með ýmislegt, eyrnaband, pils og tátiljur m.a.
Svo það er maargt hægt að gera! Auk þessa alls er ég að lesa Vonarstræti og að fara að byrja á Flugdrekahlauparanum. Þegar maður hefur ekkert að gera er sjónvarpið ágætur tímaþjófur auk þess sem eftirmiðdagslúrar eru dásamlegir!
En í dag skellti ég mér í krabbameinsskoðun - fjör, fjör - og kíktum svo á Þórdísi frænku og hana Stefaníu litlu uppáhalds. Svo ætla þær að koma eitthvað í heimsókn á næstu dögum þannig að það er bara gaman :) Auk þess sem við Embla skelltum okkur í mat og GREY'S hjá Anný frænku áðan, göngutúr og kózýtime þannig að þetta var voðalega ljúft :) Svo er framundan rosa 6 vikna námskeið - Þrek og þol - eða eins og ég segi stundum - Þel og Þrol - sem verður rosalegt fjör! ;)
Lífið er fullt af gleði og ánægju ef maður lítur þannig á það! Gengur ekkert annað :) En ég er farin að sofa! Góða nótt ljúfurnar og eigiði góða daga framundan :)
Íík, fórstu í krabbameinsskoðun fyrir neðan nafla?
SvaraEyðaÉg hef ekki enn lagt í það þrátt fyrir miklar ræður frá Fúsa. :S
En fæ ég ekki að sjá ykkur skötuhjú 12. maí? Eurovison partý hjá okkur Fúsa og Herkúles ;)
knús Sandra
Þel og þrol? Ég hef aldrei heyrt þig segja það. Hins vegar talarðu iðulega um "þrok og þel".
SvaraEyðaSandra, er Yohanna að keppa tólfta? Ef við erum að tala um Yohönnu í Herkúlesi máttu reikna með mér (eða count me in, eins og Kaninn segir).
Jáá meinti þrok og þel! Sææll er ég komin með þriðju leiðina til að segja þessa "setningu" - ja hérna jerúmídas! En fúlt að missa af þessu eurovisionpartýi! Verður greinilega stuuuð...
SvaraEyðaAlltaf jafn dugleg að blogga en ég ekki jafn duglega að kommenta:( En mynda prjónaskapur hjá þér sæta! er að fara að koma mér í það að kaupa garn í næstu peysu hehe en þú mátt nú endilega kenna mér að hekla! langa svo að læra það hehe en mæli eindregið með flugdrekahlauparanum bara góð bók!:) En sé þig vonandi e-ð i sumar!:) verð í fríi allar helgar ef þér langar að kikja til eyja;)
SvaraEyða