Jæja.. þá er maí að fara að verða búinn.. mikill afmælismánuður í fjölskyldunni þar sem Maggi frændi á afmæli 15.maí, mamma 18.maí, Embla systir 24.maí og ég 25.maí.. og svo auðvitað fleiri sem eru aðeins fjar manni. En það er líka búið að baka mikið þessa dagana!! Maggi frændi varð tvítugur (ekki 18....haha) og að tilefni dagsins ákváðum við systur að baka köku handa honum, súkkulaðiköku í laginu eins og rafmagnsgítar, með lakkrísreimum fyrir strengi og snuð fyrir skrúfur ;) Rosalega flottur! Á afmæli mömmu og Emblu gerði ég svo sitt hvora marengskökuna sem voru báðar hjartalaga og sætar :) Kannski fer maður bara að baka kökur í afmælisgjafir á krepputíð! ;)
Við frænkur; ég, Anný og Embla skelltum okkur á ekta sveitaballstónleika í gær með Hjördísi Geirs, Þorvaldi Halldórssyni, Labba í Glóru og fleiri góðum. Línudans og samkvæmisdansar dansaðir undir og svaka stuð! :) Maður reynir að vera svolítið menningarlegur þegar menningardagarnir Vor í Árborg er á svæðinu :)
En mikið er maður nú þakklátur fyrir lífið og tilveruna þegar maður sér tilkynningar um dauðaslys og það sem hryllilegra er, allt fólkið sem lifir af slysin en er skaddað (misilla sem betur fer) en sumir illa skaddaðir, ná sér aldrei. Þá er nú oft betra að deyja held ég... Dauðinn þarf ekki að vera það versta við bílslysin! Sáum nú um daginn í kastljósinu viðtal við stelpur sem að höfðu verið að spyrna og stórslösuðu sig, ein dó og önnur er illa sködduð!
Keyriði varlega ljúfurnar mínar og hafið það gott :* Afmælisknús til ykkar frá okkur Emblu afmælisgrísum :)
Til hamingju með daginn elsku stelpan mín. En var Maggi frændi ekki 20 ára (ekki 18).
SvaraEyða