laugardagur, 6. júní 2009

Hreyfing

Ég hef nýlega uppgötvað hugtakið "hreyfing".. hafði áður aldrei stundað neinar íþróttir eða haft einhverja unun að því að hreyfa mig og taka á.. nema mögulega í fótbolta í frímínútum - og þá var ég oftast í marki! En í vor ákvað ég að taka mig á og breyta þessum venjum. Skráði mig í Þrek og þoltíma sem eru í hádeginu tvisvar í viku og eru alveg frábærir! Fyrsti var auðvitað hell og ég að deyja eftir hann en í gær eftir hva ca. 2 vikur fann ég að þetta var bara gaman og gott! Hætti að gefast upp eða "svindla" með því að taka aaðeins færri armbeygjur á meðan þjálfarinn horfði ekki á. Kom úr tímanum full af orku, hjólaði heim og í sund en endaði reyndar í pizzu heima hjá Anný frænku... en það er algjört aukaatriði ;)

Í dag gengum við upp á Esjuna - ég, Steindór, Sandra, Arndís, Inga og Guðni - það var rosa gaman.. auðvitað algjört helvíti upp á við - enda ákváðum við að fylgja engum göngustígum heldur fórum okkar ótroðnu slóðir! En þvílík gleði þegar ég kom niður - þá var maður loks komin í rétta fílinginn og hefði alveg getað verið lengur! Það er líka stórkostlegt að ganga í íslenskri náttúru - sérstaklega í jafn geðveiku veðri og í dag, endalaus sól og taumlaus gleði!

Jæja.. sit hér í Skerjafirðinum skaðbrunninn eftir langan og troðin dag - Esjan, sund, barnaafmæli Orra og Sólný (systurbörn mín) og svo á landsleik í fótbolta (Ísland - Holland) sem var rosalegt fjör! ;) En njótið náttúrunnar og hreyfið ykkur nú í sumarblíðunni - það er frábært :) - a.m.k. eftirá... :)

2 ummæli:

  1. haha flott hjá þér systir.. hreyfing er málið... verst hvað það tekur langan tíma fyrir mann að átta sig á því... en hafðu það sem best í sumar.. vonandi hreyfa sig sem flestir..það er jú svo ódýrt að labba um ísland..:D tökum kreppuna á þetta bara..;)
    kv. embla systir

    SvaraEyða
  2. Frábært ganga hjá okkur :) Ég er komin með hugmynd að næstu göngu: Lambafellsgjá sem er stutt frá Keili á Reykjanesi. Sendi þér skemmtilegan póst um gönguna :)

    Áfram við!

    SvaraEyða