Jæja nú verð ég að sýna lit og líf hér þannig að eitt tilgangslaust fréttablogg... stiklað á stóru!
Ég er komin með íbúð á stúdentagörðunum og brosi út að eyrum! Fæ hana 13.júlí og þetta verður æðislegt! Nú er bara að redda öllu sem þarf, borðum og dóti.. en það kemur allt í ljós og reddast örugglega allt saman :) Þið hendið amk ENGU ef þið ætlið að losa ykkur við e-ð þar sem ég gæti vel haft not fyrir það!
Næsta haust verður semsagt í RVK - á stúdentagörðunum - í hjúkrunarfræði (er komin inn!:D) og svo heima að vinna aðra hvora helgi á Fossheimum (elliheimilinu sem ég er á núna í sumar).
Annars er bara allt gott.. mikil vinna og alltaf nóg að gera en þá er bara að slaka vel á, þegar maður á frí :) Er alveg að verða búin með heklaða teppið mitt og þá er bara að skella sér í diskamotturnar :) Nú þarf ég að hafa hraðar hendur ef ég á að klára allt áður en ég fæ íbúðina - því það eru ekki nema hálfur mánuður í það takk fyrir :D
Vinnan er frábær, lífið er yndislegt og svefninn er ææði!
Fariði vel með ykkur, knús!
Alltaf gaman að lesa svona gleðifréttir!!:D verður svo að bjóða mér í heimsókn þegar allt er orðið readdy í kótinu ykkar!;) Og til hamingju með inngönguna líka!:D var búin að óska þér til hamingju með íbuðina!;)
SvaraEyðaknús frá eyjum!:D
Takk Lórey mín! Og jábbs þér verður AUÐVITAÐ boðið í kaffiboð upp á land í nýju íbúðina :*
SvaraEyða