laugardagur, 22. maí 2010

Stefanían mín

Það er fátt fallegra en að horfa á lítið barn þroskast. Í kringum mann eru ótalmörg börn - mistengd manni - sem snerta mann. Þau eru jafn misjöfn og fullorðna fólkið enda jafn miklir einstaklingar. Persónuleikinn virðist mótast mjög fljótt og skerpist með hverju augnablikinu.


Stefanía Heimisdóttir, dóttir Þórdísar frænku hefur skipað stóran sess í mínu lífi. Hún lýsir upp tilveruna og er sannarlegur gimsteinn. Ég hef verið svo heppin að fá að kynnast henni betur og betur alveg frá því hún var glæný. Seinasta haust bjó ég í nágrenni við hana og hitti hana oft á hverjum degi - í hvert sinn sem hún sagði eða gerði e-ð nýtt var maður uppnumin af gleði og stolti :)

Í dag er hún rúmlega eins og hálfs árs - hún verður 2 ára í ágúst. Hún er búin að þroskast mjög mikið og núna líður lengra á milli heimsókna þar sem ég er ekki í alveg næsta nágrenni þannig að maður sér breytingarnar enn skýrar. Að heyra hana kalla "Hadddla" er ótrúleg tilfinning.

Hún var dásamlega um daginn þar sem hún stóð upp gerði prumpuhljóð og lyfti svo annarri löppinni - svo skellihló hún þegar við pabbi hennar sögðum "Ojj, þvílík prumpufýla!!" - þessu hélt hún áfram eftir að hún kom upp í rúm og þá var svo sannarlega erfitt að vera stranga frænkan og láta hana fara að sofa þegar ég átti að svæfa hana.

Það er líka mjög vinsælt hjá litlu skvísunni að kitla alla nálæga með því að öskra gilligilligilli og "kitla" mann - óútskýranlega krúttlegt!

Jæja - ætli þetta blogg sé ekki alveg nógu væmið þó ég stoppi hér. Framundan eru ný ævintýri með litlu prinsessunni minni sem er svo sannarlegur ljósgeisli í mínu lífi og annarra sem eru þeirrar blessunar veitt að fá að umgangast hana.
Hún verður alltaf elskuð af frænkunni sinni :*

Engin ummæli:

Skrifa ummæli