Ég hef komist að því upp á síðkastið hvað jákvæðni kemur manni langt. Auðvitað þarf rökhyggjan að vera líka til staðar svo maður búist nú ekki við vinningi í lottó í hverri viku – en almenn jákvæðni er bara til að bæta tilveruna!!
Að fara í gegnum lífið pirraður og með neikvæðnina á nefinu er mjög sorglegt, og hreinlega minnkar lífsgæðin! Auðvitað verður maður stundum að rasa út; pirra sig og neikvæðnin er auðvitað stundum til staðar en málið er samt að hafa það í lágmarki.
Ég meina maður er ekki alltaf með allt á hornum sér – getur bara ekki verið.
Lífið gæti verið svo MIKLU verra – og við gleymum því allt of oft hvað við höfum það gott – Ok nú skulum við taka brjálaða jákvæðni:
-Við höfum hreint og gott vatn sem við getum drukkið ókeypis á hverjum degi!
-Við konur getum gengið í skóla – það er sko ekki alls staðar!
-Við getum splæst í ís hvenær sem er –efast um að flestir afríkubúar séu svo heppnir!
-Við búum á hinu frábæra Íslandi – sem hefur óteljandi kosti!!
-Við höfum facebook – sem veitir mér amk fullmikla hamingju
-Örbylgjuofn er pottþétt eitthvað sem meiri hluti heimsins fær ekki að njóta!
-Við konur getum klæðst buxum og þurfum ekki að hylja okkur alla daga!
-Við eigum góða vini og yndislega fjölskyldu (langflestir held ég)
-Við borðum ekki hunda né skordýr !
-Við konur erum ekki grýttar ef við mistígum okkur kynferðislega..
-Við eigum fullt af fötum ti lskiptanna!
-Við getum átt drauma og oft látið þá rætast!
-Við getum gert góðverk :)
Reynum að muna allt það góða – ekki bara það slæma! Reynum að brosa í gegnum þetta líf – þrátt fyrir að það muni koma djúpar lægðir sem við teljum óyfirstíganlegar – þá eigum við svo yndislega að sem hjálpa okkur í gegnum þetta líf sem er rétt að byrja hjá mörgum og rétt komið af stað hjá ykkur hinum ;)
Njótum þess að vera til – knúsum alla sem við elskum, eins oft og við getum! Hugum að eldri vinum og ættingjum – gerum góðverk – þau þurfa ekki að vera stór til að hafa ótrúleg áhrif!
Always look at the bright side of life... :)
sunnudagur, 19. september 2010
Er dauðinn alltaf það versta í umferðarslysum?
Þegar ég keyri yfir hellisheiðina hugsa ég alltaf til þess hve stutt maður er frá dauðanum, ein röng hreyfing og maður er kominn út af eða á annan bíl.. við þurfum ekki að spyrja að leikslokum.
Talan á hellisheiðinni um fjölda dauðsfalla lætur mann alltaf hugsa - lætur mann vanda sig og keyra með varkárni að leiðarljósi - einnig hafa krossarnir undir Ingólfsfjalli sömu áhrif á mann.. en hvað með alla sem hafa lent í slysi og lifað það af? Hvað með alla sem að eru lamaðir í hjólastól, í dái eða að einhverju leiti skaddaðir - einn aftaná akstur innan bæjar hefur skaddað fólk til lífstíðar - hvað þá harðir utanbæjar árekstrar!
Ég held að talan á hellisheiðinni og krossarnir undir Ingólfsfjalli sýni ekki nema örlítinn hluta allra sem að hafa þjást og munu þjást það sem eftir er - vegna sekúntubrots sem að breytti öllu!
Ég hvet alla til að hugsa um þá sem eru á bakvið þessar tölur - alla sem lifðu af en hefðu kannski stundum "frekar viljað" deyja - eða eru svo illa skaddaðir að dauðinn hefði verið "betri" kosturinn... hugsum líka til allra fjölskyldanna bakvið töluna eða krossinn.
Í guðs bænum förum varlega, notum beltin og verum varkár!
H
Talan á hellisheiðinni um fjölda dauðsfalla lætur mann alltaf hugsa - lætur mann vanda sig og keyra með varkárni að leiðarljósi - einnig hafa krossarnir undir Ingólfsfjalli sömu áhrif á mann.. en hvað með alla sem hafa lent í slysi og lifað það af? Hvað með alla sem að eru lamaðir í hjólastól, í dái eða að einhverju leiti skaddaðir - einn aftaná akstur innan bæjar hefur skaddað fólk til lífstíðar - hvað þá harðir utanbæjar árekstrar!
Ég held að talan á hellisheiðinni og krossarnir undir Ingólfsfjalli sýni ekki nema örlítinn hluta allra sem að hafa þjást og munu þjást það sem eftir er - vegna sekúntubrots sem að breytti öllu!
Ég hvet alla til að hugsa um þá sem eru á bakvið þessar tölur - alla sem lifðu af en hefðu kannski stundum "frekar viljað" deyja - eða eru svo illa skaddaðir að dauðinn hefði verið "betri" kosturinn... hugsum líka til allra fjölskyldanna bakvið töluna eða krossinn.
Í guðs bænum förum varlega, notum beltin og verum varkár!
H
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)