Þegar ég keyri yfir hellisheiðina hugsa ég alltaf til þess hve stutt maður er frá dauðanum, ein röng hreyfing og maður er kominn út af eða á annan bíl.. við þurfum ekki að spyrja að leikslokum.
Talan á hellisheiðinni um fjölda dauðsfalla lætur mann alltaf hugsa - lætur mann vanda sig og keyra með varkárni að leiðarljósi - einnig hafa krossarnir undir Ingólfsfjalli sömu áhrif á mann.. en hvað með alla sem hafa lent í slysi og lifað það af? Hvað með alla sem að eru lamaðir í hjólastól, í dái eða að einhverju leiti skaddaðir - einn aftaná akstur innan bæjar hefur skaddað fólk til lífstíðar - hvað þá harðir utanbæjar árekstrar!
Ég held að talan á hellisheiðinni og krossarnir undir Ingólfsfjalli sýni ekki nema örlítinn hluta allra sem að hafa þjást og munu þjást það sem eftir er - vegna sekúntubrots sem að breytti öllu!
Ég hvet alla til að hugsa um þá sem eru á bakvið þessar tölur - alla sem lifðu af en hefðu kannski stundum "frekar viljað" deyja - eða eru svo illa skaddaðir að dauðinn hefði verið "betri" kosturinn... hugsum líka til allra fjölskyldanna bakvið töluna eða krossinn.
Í guðs bænum förum varlega, notum beltin og verum varkár!
H
Já þetta er svakalegt og gott að gera sér grein fyrir þessu, áhugaverð færsla hjá þér Halla mín !
SvaraEyðaMaður gerir sér ekki grein fyrir hvað þarf lítið til í rauninni. Svo hugsar maður alltaf að svona lagað geti ekki komið fyrir mann sjálfan, sem er sennilega það sama og þetta fólk hefur sagt við sjálft sig áður en það lagði af stað.
SvaraEyða