fimmtudagur, 28. október 2010

Standa með sjálfum sér!

Það stendur enginn með þér ef þú gerir það ekki sjálfur.

Við verðum að lifa með einni manneskju til æviloka - okkur sjálfum. Við þurfum að læra að líka vel við þessa manneskju og beita henni okkur í sem bestan hag. Við lifum bara þessu lífi og verðum að njóta þess með öllum þeim uppákomum sem það kemur með. En við verðum líka að kunna að bregðast rétt við og standa með okkur sjálfum í gegnum allt.

Það eiga margir eftir að gera e-ð á okkar hlut - vonandi oftast nokkuð saklaust - en við eigum samt sem áður ekki að láta það yfir okkur ganga - brosa bara út í annað og reyna að gleyma því.. við eigum að bregðast við! Við eigum að láta í ljós okkar óánægju og takast á við aðstæðurnar! Einnig þegar rökræður eiga sér stað - þá eigum við ekki að bakka út til að forðast árekstra - eða afsaka eigin skoðun eða viðhorf - heldur standa með okkur sjálfum!

Það er fast í okkur amk sumum - að forðast ágreining, forðast árekstra, forðast óþægindi - og þar af leiðandi er troðið ofan á okkur. Þetta er e-ð sem manni er kannski kennt ungum og auðvitað eru óeðlileg eða óvenju hörð viðbrögð af eigin hálfu slæm - og geta oftast gert ástandið verra. En að standa með sér þegar aðrir troða á manni - og að bregðast við því er alltaf rétt.

Elskum okkur sjálf - stöndum með okkur - með því öðlumst við virðingu annarra, bætum eigin sjálfsmynd og líður betur.

sunnudagur, 3. október 2010

Ofbeldisfull mótmæli

Það er ekki stolt sem fyllir mig þegar ég hugsa um mótmælin á föstudaginn s.l.

Ástandið í þjóðfélaginu er skelfilegt og auðvitað er aðgerðaleysi ríkistjórnarinnar það líka - og að það sé verið að eyða dýrmætum tíma í að kjósa og lögsækja svo einn fyrrv. ráðherra - jújú, auðvitað á að lögsækja þá sem eru mögulega sekir en öll orkar sem er búin að fara í þetta - öll ljótu orðin sem hafa farið milli alþingismanna og hve neikvæð orkan er orðið á staðnum sem hefur tögl og hagldir um okkar framtíð!

Mótmæli eiga auðvitað rétt á sér - en þvílíkt heift og hverjir eru þarna?? Er þetta fólkið sem þarf virkilega að mótmæla eða bara einhverjir reiðir einstaklingar sem hafa þarna opinberan vettvang til þess að öskra og senda öðrum puttann - auk þess að brjálast við lögreglumenn -sem þeir eru kannski vel kunnugir af fyrri verkum! En auðvitað voru þarna líka venjulegir og ósáttir Íslendingar sem hafa misst allt - jafnvel fjölskylduna úr landi - og það er skelfilegt.
En þetta var samt of mikið!

Að grýta fólk er viðbjóðslegt! Alveg sama hverju er grýtt - það er alltaf virkilega ljótt og að horfa á alþingismenn - sem eru að mæta í vinnuna á hverjum degi og gera sitt besta - þó það sé að taka fulllangan tíma að sjá árangur - hylja höfuð og hræðast almenning. Að horfa á presta grýtta og að brjóta rúður í dómkirkjunni - hvað er eiginlega að fólki!?

Ofbeldi leysir ekki vandann - og að grýta aðra er ofbeldi. Ég hef enga trú á því að samfélagið muni batna við þessa reiði og allt þetta ofbeldi. Ég hef trú á því að alþingi sé virkilega að gera sitt besta til að reyna að komast að samstöðu um mál og leysa þetta ömurlega ástand - en það er meira en að segja það að bjarga þessu öllu saman, sérstaklega þegar fólk er jafn ósammála og á alþingi!

Nú þurfa alþingismenn að taka sig saman í andlitinu - hætta öllum rifrildum og rugli - spýta í lófana og leyfa almenningi að sjá einhverjar lausnir og a.m.k. hugmyndir - svo að okkar fagra íslenska þjóð fyllist aftur von um betri tíð og blóm í haga.

En við, almennningur - þurfum líka að líta í eigin barm og spyrja okkur hvort að það sé ofbeldi sem muni bæta okkar samfélagslega vanda í dag!??