fimmtudagur, 28. október 2010

Standa með sjálfum sér!

Það stendur enginn með þér ef þú gerir það ekki sjálfur.

Við verðum að lifa með einni manneskju til æviloka - okkur sjálfum. Við þurfum að læra að líka vel við þessa manneskju og beita henni okkur í sem bestan hag. Við lifum bara þessu lífi og verðum að njóta þess með öllum þeim uppákomum sem það kemur með. En við verðum líka að kunna að bregðast rétt við og standa með okkur sjálfum í gegnum allt.

Það eiga margir eftir að gera e-ð á okkar hlut - vonandi oftast nokkuð saklaust - en við eigum samt sem áður ekki að láta það yfir okkur ganga - brosa bara út í annað og reyna að gleyma því.. við eigum að bregðast við! Við eigum að láta í ljós okkar óánægju og takast á við aðstæðurnar! Einnig þegar rökræður eiga sér stað - þá eigum við ekki að bakka út til að forðast árekstra - eða afsaka eigin skoðun eða viðhorf - heldur standa með okkur sjálfum!

Það er fast í okkur amk sumum - að forðast ágreining, forðast árekstra, forðast óþægindi - og þar af leiðandi er troðið ofan á okkur. Þetta er e-ð sem manni er kannski kennt ungum og auðvitað eru óeðlileg eða óvenju hörð viðbrögð af eigin hálfu slæm - og geta oftast gert ástandið verra. En að standa með sér þegar aðrir troða á manni - og að bregðast við því er alltaf rétt.

Elskum okkur sjálf - stöndum með okkur - með því öðlumst við virðingu annarra, bætum eigin sjálfsmynd og líður betur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli