Þökkum fyrir heilbrigðið - ástvinina og alla hamingjuna í kringum okkur.
Það er alltaf einhver að missa ástvin einhversstaðar í heiminum - verum þakklát fyrir að geta faðmað ástvini okkar að okkur og gerum það sem allra oftast -hver veit hvaða knús er það seinasta.
Dagur rauða nefsins í dag - ég er búin að styrkja verkefnið og þegar maður hugsar um öll saklausu börnin sem eru að þjást - missa foreldra - misnotuð eða seld - svelta og þjást alla daga... þá þakkar maður fyrir sitt líf þó það hafi sínar lægðir..þá er maður svo heppinn!
Gleymum eigin vandamálum í smástund og innantóma vælinu og hugsum um hvað við eigum það gott!
-------------------------------------------------------------------------------------
Hvert örstutt spor
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.
Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn
er orðin hljómlaus, utangátta’ og tóm
hjá undri því að heyra þennan róm,
hjá undri því að líta lítinn fót
í litlum skóm og vita’ að heimsins grjót
svo hart og sárt er honum fjarri enn
og heimsins ráð sem brugga vondir menn.
Já, vita eitthvað anda hér á jörð
er ofar standi minni þakkargjörð
í stundareilífð eina sumarnótt.
ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt.
Halldór Laxness
Engin ummæli:
Skrifa ummæli