Jæja nú verð ég að sýna lit og líf hér þannig að eitt tilgangslaust fréttablogg... stiklað á stóru!
Ég er komin með íbúð á stúdentagörðunum og brosi út að eyrum! Fæ hana 13.júlí og þetta verður æðislegt! Nú er bara að redda öllu sem þarf, borðum og dóti.. en það kemur allt í ljós og reddast örugglega allt saman :) Þið hendið amk ENGU ef þið ætlið að losa ykkur við e-ð þar sem ég gæti vel haft not fyrir það!
Næsta haust verður semsagt í RVK - á stúdentagörðunum - í hjúkrunarfræði (er komin inn!:D) og svo heima að vinna aðra hvora helgi á Fossheimum (elliheimilinu sem ég er á núna í sumar).
Annars er bara allt gott.. mikil vinna og alltaf nóg að gera en þá er bara að slaka vel á, þegar maður á frí :) Er alveg að verða búin með heklaða teppið mitt og þá er bara að skella sér í diskamotturnar :) Nú þarf ég að hafa hraðar hendur ef ég á að klára allt áður en ég fæ íbúðina - því það eru ekki nema hálfur mánuður í það takk fyrir :D
Vinnan er frábær, lífið er yndislegt og svefninn er ææði!
Fariði vel með ykkur, knús!
þriðjudagur, 30. júní 2009
laugardagur, 6. júní 2009
Hreyfing
Ég hef nýlega uppgötvað hugtakið "hreyfing".. hafði áður aldrei stundað neinar íþróttir eða haft einhverja unun að því að hreyfa mig og taka á.. nema mögulega í fótbolta í frímínútum - og þá var ég oftast í marki! En í vor ákvað ég að taka mig á og breyta þessum venjum. Skráði mig í Þrek og þoltíma sem eru í hádeginu tvisvar í viku og eru alveg frábærir! Fyrsti var auðvitað hell og ég að deyja eftir hann en í gær eftir hva ca. 2 vikur fann ég að þetta var bara gaman og gott! Hætti að gefast upp eða "svindla" með því að taka aaðeins færri armbeygjur á meðan þjálfarinn horfði ekki á. Kom úr tímanum full af orku, hjólaði heim og í sund en endaði reyndar í pizzu heima hjá Anný frænku... en það er algjört aukaatriði ;)
Í dag gengum við upp á Esjuna - ég, Steindór, Sandra, Arndís, Inga og Guðni - það var rosa gaman.. auðvitað algjört helvíti upp á við - enda ákváðum við að fylgja engum göngustígum heldur fórum okkar ótroðnu slóðir! En þvílík gleði þegar ég kom niður - þá var maður loks komin í rétta fílinginn og hefði alveg getað verið lengur! Það er líka stórkostlegt að ganga í íslenskri náttúru - sérstaklega í jafn geðveiku veðri og í dag, endalaus sól og taumlaus gleði!
Jæja.. sit hér í Skerjafirðinum skaðbrunninn eftir langan og troðin dag - Esjan, sund, barnaafmæli Orra og Sólný (systurbörn mín) og svo á landsleik í fótbolta (Ísland - Holland) sem var rosalegt fjör! ;) En njótið náttúrunnar og hreyfið ykkur nú í sumarblíðunni - það er frábært :) - a.m.k. eftirá... :)
Í dag gengum við upp á Esjuna - ég, Steindór, Sandra, Arndís, Inga og Guðni - það var rosa gaman.. auðvitað algjört helvíti upp á við - enda ákváðum við að fylgja engum göngustígum heldur fórum okkar ótroðnu slóðir! En þvílík gleði þegar ég kom niður - þá var maður loks komin í rétta fílinginn og hefði alveg getað verið lengur! Það er líka stórkostlegt að ganga í íslenskri náttúru - sérstaklega í jafn geðveiku veðri og í dag, endalaus sól og taumlaus gleði!
Jæja.. sit hér í Skerjafirðinum skaðbrunninn eftir langan og troðin dag - Esjan, sund, barnaafmæli Orra og Sólný (systurbörn mín) og svo á landsleik í fótbolta (Ísland - Holland) sem var rosalegt fjör! ;) En njótið náttúrunnar og hreyfið ykkur nú í sumarblíðunni - það er frábært :) - a.m.k. eftirá... :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)