föstudagur, 18. september 2009

Rétt hugarfar í háskóla

Ég er byrjuð í hinni virðulegu stofnun Háskóla Íslands! Óvenju margir skráðu sig í ár og metskráning í t.d. hjúkrunafræðideildina! En eru allir að fara í skólann með rétt hugarfar eða er fólk bara í skóla í stað þess að sitja heima í atvinnuleysi? Auðvitað getur ekki verið neitt neikvætt við að ganga í skóla en spurningin er hvort að það hagnist hinum sem fara í skólann með "rétt" hugarfar..

Í tímum hjá mér er allt fullt af nemum, 240 nemendur í hverjum tíma.

Hvað er fólk að gera í háskóla sem að hangir í tímum á facebook allan daginn, inná leikjasíðum eða þaðan af verra! Fólk hagar sér eins og í framhaldsskóla eða jafnvel grunnskóla og stundum trúi ég ekki mínum eigin eyrum þegar salurinn hefur breyst í fuglabjarg og það heyrist ekki í kennaranum! Einnig skil ég ekki alveg hvað fólk er að gera í tímanum ef það fæ óstoppandi, gjallandi og mjög hávær hláturköst yfir einhverju á facebook eða öskrar "YESSSS" þegar kennarinn segir að tíminn sé búinn!

Svona fólk má nú bara vera heima hjá sér í stað þess að trufla tímann fyrir öðrum og sýna kennaranum virðingaleysi! Von mín er bara sú að þetta fólk komist svo ekki í gegnum klásusinn í staðinn fyrir þá sem virkilega eru þarna með hugann við hjúkrunarfræði, hafa metnaðinn og áhugan!
Vonandi "sigra" þeir "góðu" og komast í gegn í desember!
-en aðeins 120 manns komast áfram í des!

2 ummæli:

  1. Íha Halla Ósk þú massar þetta það veit ég !! En varðandi facebook... þú náttúrulega vanrækir þitt algerlega ;) grín knúsíbú litla hjúkkan mín

    SvaraEyða
  2. Ég var einmitt að heyra það að einungis helmingurinn ætti að fá að komast áfram og er ég alveg sammála þér í því að ég voni að það séu þeir sem eru búnir að vera að leggja metnað á sig og vinnu til að komast áfram sem muni fá áframhaldandi nám, bara hneisa að vera að hanga á netinu þegar maður á að vera að læra og hvað þá að vera í saumaklúbb svo fólk heyrir ekki einu sinni hvað kennarinn er að reyna að segja! En efast ekki um að þú verðir í hóp þeirra 120 sem komast áfram!;) og þeir sem ná ekki það sem þarf þá vona ég að ekki verði gerðar undantekningar eins og á seinasti ári þegar fólk fékk að halda áfram þrátt fyrir ekki nógu góðar einkunnir útaf kreppu... ps. tengdó gúgglaði bananabrauð og fann uppskriftina þína að hinu gómsæta banana og döðlubrauð hérna á síðunni þinni;) svo litið ísland;) hehe

    SvaraEyða