föstudagur, 6. nóvember 2009

Hjónaskilnaðir og hrós dagsins :)

Skólinn gengur sinn vanagang.. maður er aldrei nógu duglegur en nú er nóvember gengin í garð og þá duga engar afsakanir!! Nú er það bara hlaðan á hverjum degi og fram á kvöld! Ræktin kl. 6 á morgnanna og eintómur dugnaður! Inn á milli fær maður sér fljótandi járn-sjúss og orkudrykk – milli þess sem maður maular nestið (sem maður auðvitað smyr heima fyrir daginn í kreppunni) En það er margt áhugavert sem kemur í ljós í náminu.. ég er í ýmsum mismunandi fögum; siðfræði, sálfræði, félagsfræði, líffærafræði og lífefnafræði.. og ég vildi óska að ég gæti prentað allt inní höfðið á mér og að ég hefði betra sjónminni þar sem það er svo margt spennandi og fræðandi sem væri gaman að muna! Kannski ég fari bara að blogga um það mest spennandi og fræðandi úr náminu... svona til að fræða aðra og rifja sjálf upp ;)

Í félagsfræðinni var t.d. rætt í gær um hjónaskilnaði og ástæður þeirra, og þær geta komið manni mjög á óvart.. t.d. finnst manni rökrétt að þegar aðili hefur skilið einu sinni þá læri hann af því og lagi sitt samband og láti næsta samband virka og manni finnst oft óeðlilegt að sumir skilji aftur og aftur.. falli alltaf í sömu gryfjuna, en rannsóknir sýna að það eru meiri ástæður á hjónaskilnaði hafi fyrri skilnaður orðið – hjá annað hvort öðrum aðilanum eða báðum! Mér fannst líka merkilegt að ef fólk byrjar ekki á að trúlofa sig eða að vera trúlofaður í soldinn tíma áður en gifting á sér stað – þá eru meiri líkur á skilnaði! Maður heyrir oft talað um að þegar fólk sé ólíkt þá byggi það hvort annað upp og að það sé jákvætt að vera ólík – hjónaskilnaðir eru aftur á móti mun líklegri hjá fólki sem er með ólíkan bakgrunn. Einnig finnst mér alveg makalaust að það séu meiri líkur á að þegar aðilar séu báðir úr þéttbýli að þá séu meiri líkur á hjónaskilnaði... en jæja nóg um hjónaskilnað!
Bara smá fróðleikspunktar fyrir ykkur yndislega fólkið sem les bloggið mitt! :)

Svo ætla ég að innleiða nýjan „fítus“ á blogginu mínu – hróshornið! Og mun héðan í frá enda hvert blogg með að hrósa einhverjum sem á það skilið :)

Í dag ætla ég að hrósa Þórdísi frænku fyrir öll spjöllin, allar kózýstundirnar, að eiga jafn yndislega dóttur og öll skutlin og förin út um allar trissur :) Hún er algjörlega frábær :*

Knús á alla í tilefni þessa föstudags :) Vona að öllum líði vel, kv. Halla Ósk

3 ummæli:

  1. Ó guð elsku Halla mín... TAKK fyrir hrósið, þú ert líka frábær- takk fyrir að vera til :*

    SvaraEyða
  2. Þið eruð heppnar að hafa hvor aðra í sömu götunni. Og eruð báðar frábærar elskurnar mína.

    SvaraEyða
  3. Hæ Halla, sniðugt hjá þér að blogga um námið, örugglega mjög fín leið til þess að leggja betur á minnið það sem maður er að lesa/heyra :) og alveg hillaríus þetta með hjónaskilnaðina ef báðir aðilar koma úr þéttbýli hahahaha..

    Kv. Eva Bjarnadóttir (sem var með þér í efnafræði í FSU í fyrra)

    SvaraEyða