Ég er búin að vera svo dugleg að læra í dag að ég ætla bara að verðlauna mig með bloggi milli lota :) Ég var nefnilega að lesa kafla um kynhlutverk og kynjamun og þar voru ýmislegt sem fékk mig til að hugsa...
En til að byrja með þá myndi ég ekki flokka sjálfa mig sem feminista - mér finnst það aðeins of ýkt hugmyndafræði fyrir mig - a.m.k kemur hún manni þannig fyrir sjónir. Ég trúi á jafnræði og þá meina ég í allar áttir - mér finnst ekki jafnræði vera ef að fólk neyðist til að finna konu í starf bara vegna þess að það þarf að vera 50% konur í stjórninni (eða e-ð þess háttar) - konur verða að sjálfsögðu að sækja í stöðurnar sjálfar og vera hæfar í þær - því með svona leiðum er bara gert lítið úr konum og þeirra verðleikum ef þær eru ekki ráðnar á réttum forsendum - því það er alveg jafn slæmt að vera ráðin bara af því að maður sé kona eins og að vera ekki ráðin af því að maður sé kona.
En pælingin er bara sú - af hverju er þessi mikli munur á kynjunum - auðvitað er líffræðilegi munurinn mikill - körlum vex skegg - konur geta eignast börn o.fl. En kynjamunurinn byrjar strax við fæðingu auk þess sem áhrif foreldra eru að sjálfsögu mjög mikil - ef móðirin sér alltaf um að elda þá er líklegt að stelpunni finnist sjálfsagt að gera það á sínu eigin heimili.
Í könnun frá reyndar 1998 kom í ljós að konan vann almennt 5 klst meira en karlmaður á viku en karlar unnu 15 klst meira utan heimilis en konan - þar kom líka í ljós að konan sá meira um börnin (9klst meira) en karlmaðurinn. Vonandi hefur þetta e-ð breyst og að sjálfsögðu mjög líklegt að hafi breyst - en þetta er samt svolítið umhugsunarvert.
Mér finnst fólk aðallega bara vera einstaklingar en ekki bara eitthvað kyn og að það þurfi ekki að ráða fólk í vinnur vegna kyns - ef að kona hefur áhuga á "karladjobbi" og hefur það sem þarf þá sé ég ekkert í vegi fyrir því að hún fái starfið (ef hún er hæfust) og eins öfugt.
Ég held að áhugasvið hvers og eins sé mjög misjafnt og það þarf alls ekki að hafa neitt með kyn að gera - Það eru t.d. mun fleiri í mínu fagi kvenkyns en það er ekki víst að það sé út af því að stelpur hafi meiri áhuga á því starfi né séu hæfari í það - heldur sé það að mestu leyti venjan og þ.a.l. detti strákum ekki í hug að fara í það starf (þó alls ekki allir - því það eru nú nokkrir (7 af 240) flottir með okkur í hjúkkunni). Einnig eru hæfileikar ekki kynbundnir að mínu mati þó þeir komi oft þannig út - en það getur líka tengst þessum venjum og siðum sem að samfélagið hefur mótað í okkur og við teljum "venjulega".
Ég sem dæmi byrjaði ekki að þvo þvottinn minn þegar ég fermdist af því að ég var kona - heldur vegna þess að ég varð sjálfstæðari, vildi fullorðnast og hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun síðan - því hver er betri í að þvo þvottinn manns en maður sjálfur! Auk þess tel ég þetta vera stóran part í sjálfstæði hvers og eins að geta þvegið fötin af sjálfum sér! Þannig að af hverju ættu þvottar að tengjast sjálfkrafa við konur? Kannski gerir það það ekki lengur.. vonandi ekki..
En hvað er þetta þá.. hvernig festast þessi kynhlutverk svona rosalega í sessi hjá okkur og mikið væri nú gott ef hægt væri að fleygja öllum þessum gildum, viðhorfum, venjum og siðum í ruslið og byrja á hvítum, hreinum grunni þar sem allir væru jafnir; hvernig sem þeir líta út eða hvaða kyni þeir tilheyra því að þá held ég að heimurinn myndi fúnkera mun betur og mér þætti aðallega mjöög spennandi að sjá hvort að konur færu í "kvennastörfin" og karlar í "karlastörfin"
En til að enda þetta á uppáhaldi allra - heimilsstörfunum - þá tel ég konur ekkert vera hæfari í þeim störfum en karlar - þetta er allt bara venjur, siðir og að sjálfsögðu uppeldi - og smá punktur til ykkar strákar - að þvo þvotta og þrífa gólf (ásamt öðrum heimilisverkum) er enganvegin hluti af áhugamálum og sviðum stelpna.. þannig að þið eruð alls ekki að fara inn á þeirra svæði þó þið takið aðeins í þvottavélina (ef þær hleypa ykkur í það tryllitæki) ;)
En þá hef ég komið þessu frá mér og get aftur farið að einbeita mér að félagfræðinni! Veltið þessu fyrir ykkur og endilega commentið :)
Njótið lífsins og lifið heil - alveg sama hvernig þið lítið út eða eruð ;) KNÚS!
Mér líst vel á þetta með að byrja á hvítum fleti og sjá hvernig valið yrði. Ég myndi t.d. velja mér rafmagns viðgerðir og aðrar viðgerðir, ég held að ég myndi líka velja mér fataþvott, en láta eldhúsið alveg eiga sig, sérstaklega uppþvottinn. Spurning hvort ég léti ekki gólfþvott líka eiga sig.
SvaraEyðaBara pæling. Gangi þér vel með lærdótmin dóttir góð.
flott blogg hjá þér elskan, alltaf gaman að lesa þau..:D En nú fer ég að pæla ef að í svona mánuð myndi allt snúast við, konur ynnu það sem karlar unnu alltaf og öfugt. Og svo skulum við sjá hvort það hafi verið ástæða fyrir þessu öllu saman. Kanski eru konur hreinlega ekki byggðar upp til að geta unnið í erfiðsvinnum eins og í námum eða álíka og karla hafa kanski ekki þessa samhæfingu eða þetta glögga auga fyrir smáatriðum eins og að sauma út eða þrýfa veel.. En þetta er eikkað sem við eigum aldrei eftir að finna út giska ég á,.. en gaman að pæla í þessu..:P
SvaraEyða