þriðjudagur, 15. desember 2009

Sjálfboðastarf í jólafríinu :)

Jæja þá er prófatörnin búin og tími til að blogga :) Svakalega ljúft að vera í jólafríi og njóta þess að vaka þegar maður vill vaka og vakna þegar maður vill vakna :)

Á morgun ætla ég að fara í sjálfboðastarf - við Embla sys ætlum að skella okkur í Norðlingaholtið og hjálpa við aðstoð á matarúthlutun til þeirra sem minna mega sín - sem mæðrastyrksnefnd sér um :) Hlakka mikið til ;) Held að ég þurfi að gefa e-ð af mér núna þessi jól og jafnvel næstu jól til þess að ég geti notið jólanna sjálf :)

En gaman að segja frá því - að ég í mínu prófakasti og þeir sem þekkja erfiðan prófatíma vita að persónuleikinn manns breytist auk ýmiss annars í fari manns. Og í þessu kasti mínu ákvað ég að fara að sækja um að taka þátt í þessu sjálfboðastarfi - en þar sem ég var að skoða í gegnum síðu hjálparstarfs kirkjunnar sé ég að til þess að aðstoða þarf að sækja um fyrir 10.des auk þess að það þarf að vera á vissum tíma og vissum stað - einhversstaðar út í þið vitið hvar - og vegna þessa ákvað ég að skrifa bréf til yfirmanneskju þar um hve fáránlegt þetta væri og að þetta flókna umsóknarferli myndi nú bara fæla burt þá sem til eru í að hjálpa til og gefa vinnu sína! Næsta dag berst mér símtal frá þessari yfirmanneskju þar sem hún er hissa á bréfinu og skilur hreint ekkert hvað ég er að tala um...

...þá kemst ég að sannleikanum - það sem ég hafði skoðað var ekki umsókn til að taka þátt í sjálfboðastarfi við að aðstoða - heldur umsókn til að fá aðstoð - þ.e.a.s. fá matarpakka! Sem skiljanlega er flóknara en hið fyrrnefnda!

En jæja nóg af bulli.. farin að horfa á crockodile dundee með emblu, þórdísi og heimsa :) Knús á alla og veriði góð við hvort annað - og í guðanna bænum ekkert jólastress! ;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli