miðvikudagur, 23. desember 2009

Gleðileg jól elskurnar mínar



Jólahátíð fer að ganga í garð - þakklæti er efst í huga mér á þessum síðustu og verstu tímum - þakklæti fyrir að eiga yndislega að - að eiga þak yfir höfði mér og mat ofan í mig. Ég er þakklát fyrir námið sem mér hlotnaðist að iðka seinustu mánuði.

Hér heima á Selfossi hefur lífið verið afskaplega gott seinustu daga - bakstur, tiltekt, konfektgerð, prjónaskapur og auðvitað myndir og grey's anatomy inn á milli lota :) Hef knúsað köttinn, kúrt með Emblu og haft það yndislegt!

Jólatréð er komið upp, The Holiday í tækinu, kötturinn búin að taka upp fyrsta jólapakkann sem innihélt harðfiskbita ;) Allar jólagjafir komnar á sinn stað og aðeins örfá kort eftir sem verður skellt í hús á morgun :) Svo nú mega jólin bara koma með öllum sínum sjarma og notalegheitum :)

Hafið það sem allra, allra best - knúsiði ættingjana ykkar og vini - njótið hvers einasta augnabliks með þeim sem þið elskið - því það gæti verið það seinasta... :)

Jólaknús til ykkar allra og fjölskyldna ykkar :) :*

Engin ummæli:

Skrifa ummæli