miðvikudagur, 30. desember 2009

Ef ég næ ekki hjúkrunarfræðinni....

Þó engin lesi þetta.. þá skrifa ég samt :)

Eftir 9 daga fæ ég úrskurð um hvort að ég hafi náð inn á vorönn við hjúkrunarfræðideildina í HÍ. Hlakka mjög til að sjá og loks fá að vita hver niðurstaðan sé!

Prófin gengu sæmilega - maður uppsker þó eins og maður sáir - og fyrsta önninn í háskóla er ansi snúin og í staðinn fyrir að læra og lesa eins og þarf þá fer tíminn meira og minna í að velta upp ýmsum leiðum til að læra námsefnið sem best og hvar sé best að leggja áherslur. Þess vegna var ýmislegt frumlesið - því miður - rétt fyrir prófin og gengu prófin eftir því. Seinasta prófið var þó verst þar sem ég hafði lagt mikla áherslu á gömul próf sem mér áhlotnaðist - sú áhersluaðferð var röng þar sem nær engar spurningar komu af gömlum prófum þrátt fyrir að flestir kennarar noti gagnagrunninn og spurningarnar þar handahófskennt.

Verði ég ekki ein af þeim 120 sem komast áfram af þeim a.m.k 200 sem reyndu við þau - þarf ég að finna ný verkefni - og er fullviss um að þau verkefni og tækifæri sem manni hlotnast við fall annarsstaðar verði mér lærdómsrík og skapi reynslu sem maður á alla ævi og engin getur tekið af manni. Svo hvað er best að gera?

Þegar ég fór í gegnum mögulegar námsleiðir hjá HÍ komst ég að því að þar var eitt fag sérstaklega sem að vakti áhuga minn - Þjóðfræði. Auk þess er hægt að taka hana sem aukagrein - 60 einingar. Fullt af spennandi fögum sem að ég held að gætu verið mjög skemmtileg til að takast á við!
En annað vakti áhuga minn og athygli - Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað! Þar færi maður í allskonar spennandi fög - handavinnu, matreiðslu og ýmislegt fleira.

Svo hvað er best að velja? Auðvitað hefði maður gott af því að vinna - en vinnuframboð er af skornum skammtum í þessari tíð.

Í augnablikinu er húsó að vinna þjóðfræðina. En auðvitað held ég í vonina um að komast áfram í hjúkrunarfræðinni þó ég búist við því versta - þá verður maður ekki fyrir jafn miklum vonbrigðum.

Jæja.. nóg af blaðri.. Gleðilegt nýtt ár!! Knúskveðja, H

1 ummæli:

  1. Þú ert bjartsýnasta manneskjan sem ég þekki Halla Ósk! Alveg satt hjá þér maður á að lita á svona hluti sem tækifæri til að upplífa og prófa e-ð nýtt!;) vonandi sjáumst við sem fyrst!:) knús!;*

    SvaraEyða