mánudagur, 23. mars 2009

Eins og flestir vita sem þekkja mig - þá er ég í augnablikinu að undirbúa mig undir háskólanám. Ég kláraði stúdentinn seinasta vor en ákvað svo á seinustu stundu að fara í hjúkrunarfræði (en ekki sálfræðina sem hafði verið planið lengi) en þá kom babb í bátinn. Til að komast inn í hjúkrunarfræði voru þau inntökuskilyrði hjá Háskóla Íslands að nemandinn yrði að vera búinn með EFN103 og EFN203 til að komast inn. Þannig að þá tók við ár í Fjölbrautarskóla Suðurlands aftur.. en breyttir tímar - því nú var maður ein af "gömlu kerlingunum" hehehe.. viss lífsreynsla það! Annars hékk ég aðallega með litlu systur minni (busanum) og hennar vinum.. jújú maður er svo "kúl".

En nýjustu fréttir eru þær að það er búið að afnema þessi inntökuskilyrði og nú eru engin inntökuskilyrði til staðar nema stúdentspróf (eða sjúkraliðamenntun og að vera orðin 25 ára ef sú menntun á við) þannig að þá sá ég að þetta heila ár sem ég seinkaði háskólamenntun minni var til einskis! Eða hvað??

Á þessu ári hef ég lært ýmislegt, ég hef tekið aðra kúrsa með efnafræðinni, lífræði og líffærafræðikúrsa auk þess sem ég er núna í lífrænni efnafræði (í háskólanámsbók) og það er einmitt eitt fag í hjúkrunarfræðinni á fyrsta ári sem er lífræn efnafræði - ekki slæmt að vera komin með allgóðan grunn í því! En auk þess að hafa lært heilmikið þá hef ég líka slappað af! Ég hef prjónað heilmikið og saumað! Hreyft mig meira og reynt að breyta lífsvenjunum til hins betra, notið þess að vera heima á hótel mömmu og "chillað" með fjölskyldunni.

Þannig að þetta ár var engan veginn til einskis - þó manni finnist auðvitað svolítið sárt að hafa eytt svona mikilli orku í þetta - þá er ekkert til einskis - bara mismunandi reynsla og ég er öruggari í gegn um þetta nám núna en í fyrra því ég hef amk einhvern grunn sem hægt er að byggja á í stað þess að stökkva beint í djúpu laugina án þess að kunna að synda!

EN mér blöskraði nú heilmikið í morgun þegar ég komst að því að háskólakennarar þurfa ekki að taka nein kennsluréttindi til að kenna í háskóla! Framhaldsskólakennarar þurfa að taka 1 ár í kennsluréttindum og grunnskólakennarar 2 ár en háskólakennarar ekkert nema að hafa doktorsgráðu! Hvernig eiga háskólakennarar að vita hvernig kennslunni er best háttað - hvernig prófin eiga að vera uppbyggð og fleira í þeim dúr! Mér sýnist þeir nú bara vera að stökkva beint í djúpu laugina án þess að kunna að synda - sem ég mæli nú ekki með! ;)

Jæja, ætli þetta sé ekki nóg lesning fyrir ykkur í dag :) Fleiri gullmolar framundan svo fylgist með og látið mig vita af ykkur svo ég sé nú ekki að tala við sjálfan mig hérna :)

laugardagur, 14. mars 2009

"Öðruvísi" skemmtanir

Ég er kannski ekki "hið eðlilega" ungmenni sem fer á djammið hverja helgi, drekkur mikið áfengi og já skemmtir sér á þann máta.. nei ég fer aðeins aðrar leiðir..

Söngkvöld eru skemmtun sem ég hef alist upp með alla mína ævi, reyndar fékk ég mín fyrstu ár ekki að fara og var sett í pössun og því eru þessi kvöld enn meira spennandi í seinni tíð. Pabbi heldur þessi kvöld, býður vinum og vandamönnum til að safnast saman og syngja upp úr söngbókum (sem pabbi hefur útbúið og látið prenta). Síðan er kaffi og spjall inn á milli. Þetta er frábær skemmtun, alltaf jafn skemmtilegt að syngja og hitta svo vini og vandamenn - suma sem maður hittir sjaldnar.

Hagyrðingamót er önnur skemmtun sem mér líkar afskaplega vel - búin að mæta á tvö slík mót - og líklega yngsti aðilinn á þessu kvöldi. En þarna koma saman hinir ýmsu hagyrðingar frá öllum landshlutum og svo er mótið haldið til skiptis í landshlutunum fjórum þannig að nú þegar hef ég farið á mót á Blönduósi og svo við Vík í Mýrdal og næst verður það haldið einhversstaðar hér á Suðurlandinu - alveg dottið úr mér hvar. Og auðvitað mætum við!! Steindór kom með okkur í fyrra og skemmti sér konunglega - enda hagyrðingur sjálfur ;) Og fyrir það næsta er búið að panta partýbústað fyrir familiuna - ætlum nefnilega að reyna að ná Emblu með í þetta sinn ;)
Góður matur í góðum félagsskap, söngur, glens og gaman auk allra vísnanna og stakanna sem koma fram á yfirborðið og sýna manni hve ótrúlegur sá hæfileiki er að geta ort góða vísu!

Um daginn var svo haldið þorrablót í mömmu fjölskyldu og var það ótrúlega gaman - söngur (eins og alltaf:) og m.a.s. samkvæmisleikir sem undirrituð sá um með öðrum að undirbúa :)

Svo má nú ekki gleyma miðvikudagskvöldunum góðu þar sem við systurnar mætum til Annýjar frænku, borðum popp og horfum á Grey's Anatomy með spjalli og fjöri :)

Þegar ég er ekki í svona þrusustuði þá er ég afskaplega slök! Hef það notalegt heima með Emblu sys eða Dalíu kisu! Ef ég er ekki í jógastellingum eða hoppandi og skoppandi með Emblu inní stofu þá sauma ég út eða prjóna! Og fyrir utan það finnst mér ótrúlega skemmtilegt að glugga í og lesa þjóðsögur, norræna goðafræði eða í íslandssögubókinni minni :) Já fólk er kannski hissa á að ég sé ekki gáfulegri en ég er.. leyni á mér!! haha! En reyndar svo svakalega gleymin að ég gleymi því miður jafnóðum því sem ég var að lesa.. en þá get ég líka lesið það aftur og aftur með sömu ánægju!

Kannski fer ég aðeins að líkjast "hinu venjulega ungmenni" næsta haust þegar ég fer í HÍ og kíki á félagslífið þar ;) En hagyrðingamót og söngkvöld verða samt alltaf frábær og góð blanda við "hið venjulega" :) Því það er svo gaman að gera eitthvað furðulegt og öðruvísi - vera ekki eins og allir hinir!

Hafið það gott og skemmtið ykkur eins og þið skemmtið ykkur best! :) kv. Halla Ósk

þriðjudagur, 3. mars 2009

FSu í fjölmiðlum

Nýverið hefur verið mikið talað um FSu í fjölmiðlum og það neikvætt.. alls kyns ofbeldis- og eineltisfréttir þannig að FSu er í augnablikinu skaðræðasti skóli landsins held ég bara.

Ég tel samt að FSu sé á engan hátt verri en aðrir skólar, jú hann er mjög svæðisskiptur sem getur auðvitað orsakað eineltisraddir en "lítill sveitaskóli" verður kannski sjálfkrafa soldið skiptur þar sem fólk kemur í hópum frá hinum ýmsu sveitafélögum sem hafa ekki umgengist hvort annað hingað til.. sumir frá Selfossi, aðrir frá Hellu og Hvolsvelli og enn aðrir frá Hveragerði eða Þorlákshöfn. Á milli þessara svæða á suðurlandinu sem skólinn sameinar er heilmikil vegalend og þar með skiptist þetta svona niður. Fólk þekkist samt mikið á milli svæða og skapast nýjir vinahópar þarna eins og annarsstaðar - t.d. í gegnum lífsleikniáfanga sem er aðra önnina á busaárinu í skólanum - stór blandaður bekkur fullur af busum og tímar í 6 x 40mín á viku! Það þjappar hópum og svæðum saman, a.m.k blandast aðeins betur!


Ég held að vandamálið sé aðallega hönnunin á skólanum - hann er sjálfkrafa svæðaskiptur vegna hönnunar"galla" .. fólk verður að dreifa sér hér og þar í horn, ekki nema fáir komast í matsalinn (sem er þó stærsta svæðið) þannig að þar saf
nast fyrir selfossbúarnir (sem eru oftast fjölmennastir í skólanum) og svo skipta minni sveitafélög sér niður á minni svæðin... ef skólinn væri hannaður eins og t.d. VMA (þar sem ég var í 2 ár í skóla) þá væri þetta örugglega ekki jafnstórt vandamál! Þar er bara ein stór gryfja þar sem stólar og borð (mislöng) eru út um allt.. (mynd hér f. ofan) og í návígi við hvort annað þannig að maður sest bara þar sem maður þekkir fólk en engin merkir sér borð - þar sem allt er eins! Einnig er skólinn á hæðum og á tveim efri hæðunum eru eingöngu "mini" svæði þar sem örfáir komast fyrir - og það orsakar oft að þeir sem komast ekki á visst svæði sækja upp á aðrar hæðir og útiloka sig af þar.

Annars held ég eins og ég sagði hér fyrir ofan að FSu sé á engan hátt verri en aðrir þar sem ég man t.d. eftir því að í VMA fór lögreglumaður með fíkniefnahund um skólann nokkrum sinnum á önn vegna fíkniefnavandamála í skólanum.. ekki var þetta rætt í neinum fjölmiðlum sem ég man eftir.
Ég held að fjölmiðlamenn á suðurlandi séu bara svo afkastasamir og hreinskilnir að þeir segja meira frá því sem gerist hér en aðrir landshlutar.. og þegar eitthvað smá hefur skeð - þá beinast öll spjótin á þann stað og reynt að finna og segja frá öllu sem gerist - sama hve ómerkilegt eða lítið það sé.

Ég held fyrst og fremst að það megi alls ekki túlka FSu eða Selfoss sem einhvern glæpabæ þó að fréttirnar og fjölmiðlar segi meira frá þess háttar fréttum héðan en annars staðar frá.. ekki verð ég vör við
neitt og fjölmiðlar ættu kannski að íhuga að hafa jafnt hlutfall milli landshluta - enda sér maður að Magnús Hlynur er mjög duglegur að koma með ýmsar fréttir af suðurlandinu - flestar jákvæðar, glettnar og skemmtilegar þó hinar verði auðvitað að fylgja með stundum - enda er lífið ekki eingöngu dans á rósum! Ekki man ég eftir nýlegum fréttum frá t.d. Sauðárkróki eða Patreksfirði.
Munum bara að vera með opin huga.. gefum öllum tækifæri og stimplum ekki fólk án þess að kynnast því og þekkja nákvæmar aðstæður. Gefið Selfossi og FSu séns.. það hafa allir galla - allir skólar og öll sveitafélög en Selfoss er yndislegur bær, fallegur og notalegur.. og FSu hefur sína kosti þó að skiptingin sé mikil og lítill hópur sé til vandræða - þá eru hin 90% indælisfólk og jafn góðir og aðrir framhaldsskólanemar í landinu.