Þó engin lesi þetta.. þá skrifa ég samt :)
Eftir 9 daga fæ ég úrskurð um hvort að ég hafi náð inn á vorönn við hjúkrunarfræðideildina í HÍ. Hlakka mjög til að sjá og loks fá að vita hver niðurstaðan sé!
Prófin gengu sæmilega - maður uppsker þó eins og maður sáir - og fyrsta önninn í háskóla er ansi snúin og í staðinn fyrir að læra og lesa eins og þarf þá fer tíminn meira og minna í að velta upp ýmsum leiðum til að læra námsefnið sem best og hvar sé best að leggja áherslur. Þess vegna var ýmislegt frumlesið - því miður - rétt fyrir prófin og gengu prófin eftir því. Seinasta prófið var þó verst þar sem ég hafði lagt mikla áherslu á gömul próf sem mér áhlotnaðist - sú áhersluaðferð var röng þar sem nær engar spurningar komu af gömlum prófum þrátt fyrir að flestir kennarar noti gagnagrunninn og spurningarnar þar handahófskennt.
Verði ég ekki ein af þeim 120 sem komast áfram af þeim a.m.k 200 sem reyndu við þau - þarf ég að finna ný verkefni - og er fullviss um að þau verkefni og tækifæri sem manni hlotnast við fall annarsstaðar verði mér lærdómsrík og skapi reynslu sem maður á alla ævi og engin getur tekið af manni. Svo hvað er best að gera?
Þegar ég fór í gegnum mögulegar námsleiðir hjá HÍ komst ég að því að þar var eitt fag sérstaklega sem að vakti áhuga minn - Þjóðfræði. Auk þess er hægt að taka hana sem aukagrein - 60 einingar. Fullt af spennandi fögum sem að ég held að gætu verið mjög skemmtileg til að takast á við!
En annað vakti áhuga minn og athygli - Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað! Þar færi maður í allskonar spennandi fög - handavinnu, matreiðslu og ýmislegt fleira.
Svo hvað er best að velja? Auðvitað hefði maður gott af því að vinna - en vinnuframboð er af skornum skammtum í þessari tíð.
Í augnablikinu er húsó að vinna þjóðfræðina. En auðvitað held ég í vonina um að komast áfram í hjúkrunarfræðinni þó ég búist við því versta - þá verður maður ekki fyrir jafn miklum vonbrigðum.
Jæja.. nóg af blaðri.. Gleðilegt nýtt ár!! Knúskveðja, H
miðvikudagur, 30. desember 2009
miðvikudagur, 23. desember 2009
Gleðileg jól elskurnar mínar
Jólahátíð fer að ganga í garð - þakklæti er efst í huga mér á þessum síðustu og verstu tímum - þakklæti fyrir að eiga yndislega að - að eiga þak yfir höfði mér og mat ofan í mig. Ég er þakklát fyrir námið sem mér hlotnaðist að iðka seinustu mánuði.
Hér heima á Selfossi hefur lífið verið afskaplega gott seinustu daga - bakstur, tiltekt, konfektgerð, prjónaskapur og auðvitað myndir og grey's anatomy inn á milli lota :) Hef knúsað köttinn, kúrt með Emblu og haft það yndislegt!
Jólatréð er komið upp, The Holiday í tækinu, kötturinn búin að taka upp fyrsta jólapakkann sem innihélt harðfiskbita ;) Allar jólagjafir komnar á sinn stað og aðeins örfá kort eftir sem verður skellt í hús á morgun :) Svo nú mega jólin bara koma með öllum sínum sjarma og notalegheitum :)
Hafið það sem allra, allra best - knúsiði ættingjana ykkar og vini - njótið hvers einasta augnabliks með þeim sem þið elskið - því það gæti verið það seinasta... :)
Jólaknús til ykkar allra og fjölskyldna ykkar :) :*
þriðjudagur, 15. desember 2009
Sjálfboðastarf í jólafríinu :)
Jæja þá er prófatörnin búin og tími til að blogga :) Svakalega ljúft að vera í jólafríi og njóta þess að vaka þegar maður vill vaka og vakna þegar maður vill vakna :)
Á morgun ætla ég að fara í sjálfboðastarf - við Embla sys ætlum að skella okkur í Norðlingaholtið og hjálpa við aðstoð á matarúthlutun til þeirra sem minna mega sín - sem mæðrastyrksnefnd sér um :) Hlakka mikið til ;) Held að ég þurfi að gefa e-ð af mér núna þessi jól og jafnvel næstu jól til þess að ég geti notið jólanna sjálf :)
En gaman að segja frá því - að ég í mínu prófakasti og þeir sem þekkja erfiðan prófatíma vita að persónuleikinn manns breytist auk ýmiss annars í fari manns. Og í þessu kasti mínu ákvað ég að fara að sækja um að taka þátt í þessu sjálfboðastarfi - en þar sem ég var að skoða í gegnum síðu hjálparstarfs kirkjunnar sé ég að til þess að aðstoða þarf að sækja um fyrir 10.des auk þess að það þarf að vera á vissum tíma og vissum stað - einhversstaðar út í þið vitið hvar - og vegna þessa ákvað ég að skrifa bréf til yfirmanneskju þar um hve fáránlegt þetta væri og að þetta flókna umsóknarferli myndi nú bara fæla burt þá sem til eru í að hjálpa til og gefa vinnu sína! Næsta dag berst mér símtal frá þessari yfirmanneskju þar sem hún er hissa á bréfinu og skilur hreint ekkert hvað ég er að tala um...
...þá kemst ég að sannleikanum - það sem ég hafði skoðað var ekki umsókn til að taka þátt í sjálfboðastarfi við að aðstoða - heldur umsókn til að fá aðstoð - þ.e.a.s. fá matarpakka! Sem skiljanlega er flóknara en hið fyrrnefnda!
En jæja nóg af bulli.. farin að horfa á crockodile dundee með emblu, þórdísi og heimsa :) Knús á alla og veriði góð við hvort annað - og í guðanna bænum ekkert jólastress! ;)
Á morgun ætla ég að fara í sjálfboðastarf - við Embla sys ætlum að skella okkur í Norðlingaholtið og hjálpa við aðstoð á matarúthlutun til þeirra sem minna mega sín - sem mæðrastyrksnefnd sér um :) Hlakka mikið til ;) Held að ég þurfi að gefa e-ð af mér núna þessi jól og jafnvel næstu jól til þess að ég geti notið jólanna sjálf :)
En gaman að segja frá því - að ég í mínu prófakasti og þeir sem þekkja erfiðan prófatíma vita að persónuleikinn manns breytist auk ýmiss annars í fari manns. Og í þessu kasti mínu ákvað ég að fara að sækja um að taka þátt í þessu sjálfboðastarfi - en þar sem ég var að skoða í gegnum síðu hjálparstarfs kirkjunnar sé ég að til þess að aðstoða þarf að sækja um fyrir 10.des auk þess að það þarf að vera á vissum tíma og vissum stað - einhversstaðar út í þið vitið hvar - og vegna þessa ákvað ég að skrifa bréf til yfirmanneskju þar um hve fáránlegt þetta væri og að þetta flókna umsóknarferli myndi nú bara fæla burt þá sem til eru í að hjálpa til og gefa vinnu sína! Næsta dag berst mér símtal frá þessari yfirmanneskju þar sem hún er hissa á bréfinu og skilur hreint ekkert hvað ég er að tala um...
...þá kemst ég að sannleikanum - það sem ég hafði skoðað var ekki umsókn til að taka þátt í sjálfboðastarfi við að aðstoða - heldur umsókn til að fá aðstoð - þ.e.a.s. fá matarpakka! Sem skiljanlega er flóknara en hið fyrrnefnda!
En jæja nóg af bulli.. farin að horfa á crockodile dundee með emblu, þórdísi og heimsa :) Knús á alla og veriði góð við hvort annað - og í guðanna bænum ekkert jólastress! ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)