föstudagur, 13. apríl 2012

Pabbi minn

Pabbi minn er ótrúlegur maður - og það er hreinlega þannig að pabbi veit oft best og er minn ráðgjafi í nær öllu sem viðkemur lífinu, tilverunni eða bara hverju sem er.

Hvernig hann tæklar hvern dag með bros á vör, jákvæðni í hjarta og rás 1 í botni - er dásamlegt! Hann hefur aldrei hugsað um lífið sem peningakapphlaup og hefur alið okkur dæturnar með það að fyrirrúmi að hamingjan skapist ekki með peningum eða öðrum efnislegum gæðum. Hann er gjafmildur og örlátur - þeir sem þekkja hann vita að hann er tilbúinn að gera mjög margt fyrir þá sem standa honum næst og veitir öllum hlýju og ást.

Fólk hefur gengið upp að mér á böllum og hér og þar til að hrósa pabba og skila til hans kveðju - og þetta á hann svo sannarlega skilið! Því ég veit a.m.k. að ég sjálf segi honum allt of sjaldan hversu mikils virði hann er mér.

Pabbi er margslunginn maður - ein hliðin er jarðbundin, full visku, bókum, vísum, píanóspili, söng og rás eitt! -en hin hliðin er alveg jafn áberandi (a.m.k. þeim nánustu) og þar er gáskur, gleði, bullsögur, brandarar, hlátur, frasar, karlakórinn hekla og fjör!

Pabbi minn hefur þá mannkosti sem að ég met mest í lífinu og þegar fólk segir mig líka pabba - þá ber ég það með stolti! ♥

föstudagur, 3. desember 2010

Hugsum um eigin heppni...

Þökkum fyrir heilbrigðið - ástvinina og alla hamingjuna í kringum okkur.
Það er alltaf einhver að missa ástvin einhversstaðar í heiminum - verum þakklát fyrir að geta faðmað ástvini okkar að okkur og gerum það sem allra oftast -hver veit hvaða knús er það seinasta.

Dagur rauða nefsins í dag - ég er búin að styrkja verkefnið og þegar maður hugsar um öll saklausu börnin sem eru að þjást - missa foreldra - misnotuð eða seld - svelta og þjást alla daga... þá þakkar maður fyrir sitt líf þó það hafi sínar lægðir..þá er maður svo heppinn!

Gleymum eigin vandamálum í smástund og innantóma vælinu og hugsum um hvað við eigum það gott!


-------------------------------------------------------------------------------------
Hvert örstutt spor

Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.

Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn
er orðin hljómlaus, utangátta’ og tóm
hjá undri því að heyra þennan róm,

hjá undri því að líta lítinn fót
í litlum skóm og vita’ að heimsins grjót
svo hart og sárt er honum fjarri enn
og heimsins ráð sem brugga vondir menn.

Já, vita eitthvað anda hér á jörð
er ofar standi minni þakkargjörð
í stundareilífð eina sumarnótt.
ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt.
Halldór Laxness

fimmtudagur, 28. október 2010

Standa með sjálfum sér!

Það stendur enginn með þér ef þú gerir það ekki sjálfur.

Við verðum að lifa með einni manneskju til æviloka - okkur sjálfum. Við þurfum að læra að líka vel við þessa manneskju og beita henni okkur í sem bestan hag. Við lifum bara þessu lífi og verðum að njóta þess með öllum þeim uppákomum sem það kemur með. En við verðum líka að kunna að bregðast rétt við og standa með okkur sjálfum í gegnum allt.

Það eiga margir eftir að gera e-ð á okkar hlut - vonandi oftast nokkuð saklaust - en við eigum samt sem áður ekki að láta það yfir okkur ganga - brosa bara út í annað og reyna að gleyma því.. við eigum að bregðast við! Við eigum að láta í ljós okkar óánægju og takast á við aðstæðurnar! Einnig þegar rökræður eiga sér stað - þá eigum við ekki að bakka út til að forðast árekstra - eða afsaka eigin skoðun eða viðhorf - heldur standa með okkur sjálfum!

Það er fast í okkur amk sumum - að forðast ágreining, forðast árekstra, forðast óþægindi - og þar af leiðandi er troðið ofan á okkur. Þetta er e-ð sem manni er kannski kennt ungum og auðvitað eru óeðlileg eða óvenju hörð viðbrögð af eigin hálfu slæm - og geta oftast gert ástandið verra. En að standa með sér þegar aðrir troða á manni - og að bregðast við því er alltaf rétt.

Elskum okkur sjálf - stöndum með okkur - með því öðlumst við virðingu annarra, bætum eigin sjálfsmynd og líður betur.

sunnudagur, 3. október 2010

Ofbeldisfull mótmæli

Það er ekki stolt sem fyllir mig þegar ég hugsa um mótmælin á föstudaginn s.l.

Ástandið í þjóðfélaginu er skelfilegt og auðvitað er aðgerðaleysi ríkistjórnarinnar það líka - og að það sé verið að eyða dýrmætum tíma í að kjósa og lögsækja svo einn fyrrv. ráðherra - jújú, auðvitað á að lögsækja þá sem eru mögulega sekir en öll orkar sem er búin að fara í þetta - öll ljótu orðin sem hafa farið milli alþingismanna og hve neikvæð orkan er orðið á staðnum sem hefur tögl og hagldir um okkar framtíð!

Mótmæli eiga auðvitað rétt á sér - en þvílíkt heift og hverjir eru þarna?? Er þetta fólkið sem þarf virkilega að mótmæla eða bara einhverjir reiðir einstaklingar sem hafa þarna opinberan vettvang til þess að öskra og senda öðrum puttann - auk þess að brjálast við lögreglumenn -sem þeir eru kannski vel kunnugir af fyrri verkum! En auðvitað voru þarna líka venjulegir og ósáttir Íslendingar sem hafa misst allt - jafnvel fjölskylduna úr landi - og það er skelfilegt.
En þetta var samt of mikið!

Að grýta fólk er viðbjóðslegt! Alveg sama hverju er grýtt - það er alltaf virkilega ljótt og að horfa á alþingismenn - sem eru að mæta í vinnuna á hverjum degi og gera sitt besta - þó það sé að taka fulllangan tíma að sjá árangur - hylja höfuð og hræðast almenning. Að horfa á presta grýtta og að brjóta rúður í dómkirkjunni - hvað er eiginlega að fólki!?

Ofbeldi leysir ekki vandann - og að grýta aðra er ofbeldi. Ég hef enga trú á því að samfélagið muni batna við þessa reiði og allt þetta ofbeldi. Ég hef trú á því að alþingi sé virkilega að gera sitt besta til að reyna að komast að samstöðu um mál og leysa þetta ömurlega ástand - en það er meira en að segja það að bjarga þessu öllu saman, sérstaklega þegar fólk er jafn ósammála og á alþingi!

Nú þurfa alþingismenn að taka sig saman í andlitinu - hætta öllum rifrildum og rugli - spýta í lófana og leyfa almenningi að sjá einhverjar lausnir og a.m.k. hugmyndir - svo að okkar fagra íslenska þjóð fyllist aftur von um betri tíð og blóm í haga.

En við, almennningur - þurfum líka að líta í eigin barm og spyrja okkur hvort að það sé ofbeldi sem muni bæta okkar samfélagslega vanda í dag!??

fimmtudagur, 30. september 2010

Jákvæðni

Ég hef komist að því upp á síðkastið hvað jákvæðni kemur manni langt. Auðvitað þarf rökhyggjan að vera líka til staðar svo maður búist nú ekki við vinningi í lottó í hverri viku – en almenn jákvæðni er bara til að bæta tilveruna!!

Að fara í gegnum lífið pirraður og með neikvæðnina á nefinu er mjög sorglegt, og hreinlega minnkar lífsgæðin! Auðvitað verður maður stundum að rasa út; pirra sig og neikvæðnin er auðvitað stundum til staðar en málið er samt að hafa það í lágmarki.

Ég meina maður er ekki alltaf með allt á hornum sér – getur bara ekki verið.
Lífið gæti verið svo MIKLU verra – og við gleymum því allt of oft hvað við höfum það gott – Ok nú skulum við taka brjálaða jákvæðni:

-Við höfum hreint og gott vatn sem við getum drukkið ókeypis á hverjum degi!
-Við konur getum gengið í skóla – það er sko ekki alls staðar!
-Við getum splæst í ís hvenær sem er –efast um að flestir afríkubúar séu svo heppnir!
-Við búum á hinu frábæra Íslandi – sem hefur óteljandi kosti!!
-Við höfum facebook – sem veitir mér amk fullmikla hamingju
-Örbylgjuofn er pottþétt eitthvað sem meiri hluti heimsins fær ekki að njóta!
-Við konur getum klæðst buxum og þurfum ekki að hylja okkur alla daga!
-Við eigum góða vini og yndislega fjölskyldu (langflestir held ég)
-Við borðum ekki hunda né skordýr !
-Við konur erum ekki grýttar ef við mistígum okkur kynferðislega..
-Við eigum fullt af fötum ti lskiptanna!
-Við getum átt drauma og oft látið þá rætast!
-Við getum gert góðverk :)

Reynum að muna allt það góða – ekki bara það slæma! Reynum að brosa í gegnum þetta líf – þrátt fyrir að það muni koma djúpar lægðir sem við teljum óyfirstíganlegar – þá eigum við svo yndislega að sem hjálpa okkur í gegnum þetta líf sem er rétt að byrja hjá mörgum og rétt komið af stað hjá ykkur hinum ;)

Njótum þess að vera til – knúsum alla sem við elskum, eins oft og við getum! Hugum að eldri vinum og ættingjum – gerum góðverk – þau þurfa ekki að vera stór til að hafa ótrúleg áhrif!

Always look at the bright side of life... :)

sunnudagur, 19. september 2010

Er dauðinn alltaf það versta í umferðarslysum?

Þegar ég keyri yfir hellisheiðina hugsa ég alltaf til þess hve stutt maður er frá dauðanum, ein röng hreyfing og maður er kominn út af eða á annan bíl.. við þurfum ekki að spyrja að leikslokum.

Talan á hellisheiðinni um fjölda dauðsfalla lætur mann alltaf hugsa - lætur mann vanda sig og keyra með varkárni að leiðarljósi - einnig hafa krossarnir undir Ingólfsfjalli sömu áhrif á mann.. en hvað með alla sem hafa lent í slysi og lifað það af? Hvað með alla sem að eru lamaðir í hjólastól, í dái eða að einhverju leiti skaddaðir - einn aftaná akstur innan bæjar hefur skaddað fólk til lífstíðar - hvað þá harðir utanbæjar árekstrar!

Ég held að talan á hellisheiðinni og krossarnir undir Ingólfsfjalli sýni ekki nema örlítinn hluta allra sem að hafa þjást og munu þjást það sem eftir er - vegna sekúntubrots sem að breytti öllu!

Ég hvet alla til að hugsa um þá sem eru á bakvið þessar tölur - alla sem lifðu af en hefðu kannski stundum "frekar viljað" deyja - eða eru svo illa skaddaðir að dauðinn hefði verið "betri" kosturinn... hugsum líka til allra fjölskyldanna bakvið töluna eða krossinn.

Í guðs bænum förum varlega, notum beltin og verum varkár!

H

mánudagur, 9. ágúst 2010

Fórnfýsi og vinakærleikur

Í dag og gær las ég bók fyrir gamla konu á elliheimilinu um líf hennar sem barn - þessi kona hefur alla sína tíð haft hag annarra fyrir brjósti, tekið að sér erfið börn í fóstur og unnið að því að láta öðrum líða sem best. Sá hugsanagangur var mun algengari hér áður fyrr - og sést það á þessari bók að bæði foreldrar hennar og svo afi hennar voru með þennan sama kærleik í brjóstinu - tilbúin að fórna sér fyrir annarra hamingju og hjálpa þeim sem minna máttu sín.

Í dag er þetta ekki svona - hver hugsar um sig og sinn rass og hefur engan áhuga á því hvernig náunginn hafi það! Allir reyna að fá það allra besta og jújú stundum reyna þeir að fá það besta fyrir sína allra nánustu en það fer ekki mikið lengra en það! Náungakærleikurinn er í lágmarki og fæstir sem myndu einu sinni íhuga að taka að sér umkomulaust barn eða fórna einhverju fyrir þann sem minna á.

Vil samt hafa það á hreinu að með þessu bloggi er ég alls ekki að lýsa því yfir að ég sé eitthvað betri en hin hefðbundni Íslendingur dagsins í dag! Síður en svo!

Málið er nefnilega það - að við teljum okkur samt alltaf vera að gera góðverk og reynum okkar besta - en það kemur ekki nálægt því hvernig samhugurinn var fyrr á tímum þó að jú auðvitað hafi verið spilling þá eins og nú og margir slæmir meðlimir samfélagsins - þá var samfélagið samt allt öðruvísi a.m.k. fleiri sem voru með samhugann og náungakærleikann í botni og til í að fórna ýmsu til að létta undir líf annarra.

Í bókinni var t.d. talað um að langafi þessarar konu (á elliheimilinu) fékk t.d. einu sinni heimsókn þar sem ferðalangur kom að bænum með ónýta skinnskó og spurði hvort þau ættu nokkra skó?! -einu skórnir sem "langafinn" átti voru spariskór og þá lét hann ferðalanginn fá þá - einu spariskónna!

Hver myndi gera svona í dag?!?

-peace!