Þökkum fyrir heilbrigðið - ástvinina og alla hamingjuna í kringum okkur.
Það er alltaf einhver að missa ástvin einhversstaðar í heiminum - verum þakklát fyrir að geta faðmað ástvini okkar að okkur og gerum það sem allra oftast -hver veit hvaða knús er það seinasta.
Dagur rauða nefsins í dag - ég er búin að styrkja verkefnið og þegar maður hugsar um öll saklausu börnin sem eru að þjást - missa foreldra - misnotuð eða seld - svelta og þjást alla daga... þá þakkar maður fyrir sitt líf þó það hafi sínar lægðir..þá er maður svo heppinn!
Gleymum eigin vandamálum í smástund og innantóma vælinu og hugsum um hvað við eigum það gott!
-------------------------------------------------------------------------------------
Hvert örstutt spor
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.
Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn
er orðin hljómlaus, utangátta’ og tóm
hjá undri því að heyra þennan róm,
hjá undri því að líta lítinn fót
í litlum skóm og vita’ að heimsins grjót
svo hart og sárt er honum fjarri enn
og heimsins ráð sem brugga vondir menn.
Já, vita eitthvað anda hér á jörð
er ofar standi minni þakkargjörð
í stundareilífð eina sumarnótt.
ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt.
Halldór Laxness
föstudagur, 3. desember 2010
fimmtudagur, 28. október 2010
Standa með sjálfum sér!
Það stendur enginn með þér ef þú gerir það ekki sjálfur.
Við verðum að lifa með einni manneskju til æviloka - okkur sjálfum. Við þurfum að læra að líka vel við þessa manneskju og beita henni okkur í sem bestan hag. Við lifum bara þessu lífi og verðum að njóta þess með öllum þeim uppákomum sem það kemur með. En við verðum líka að kunna að bregðast rétt við og standa með okkur sjálfum í gegnum allt.
Það eiga margir eftir að gera e-ð á okkar hlut - vonandi oftast nokkuð saklaust - en við eigum samt sem áður ekki að láta það yfir okkur ganga - brosa bara út í annað og reyna að gleyma því.. við eigum að bregðast við! Við eigum að láta í ljós okkar óánægju og takast á við aðstæðurnar! Einnig þegar rökræður eiga sér stað - þá eigum við ekki að bakka út til að forðast árekstra - eða afsaka eigin skoðun eða viðhorf - heldur standa með okkur sjálfum!
Það er fast í okkur amk sumum - að forðast ágreining, forðast árekstra, forðast óþægindi - og þar af leiðandi er troðið ofan á okkur. Þetta er e-ð sem manni er kannski kennt ungum og auðvitað eru óeðlileg eða óvenju hörð viðbrögð af eigin hálfu slæm - og geta oftast gert ástandið verra. En að standa með sér þegar aðrir troða á manni - og að bregðast við því er alltaf rétt.
Elskum okkur sjálf - stöndum með okkur - með því öðlumst við virðingu annarra, bætum eigin sjálfsmynd og líður betur.
Við verðum að lifa með einni manneskju til æviloka - okkur sjálfum. Við þurfum að læra að líka vel við þessa manneskju og beita henni okkur í sem bestan hag. Við lifum bara þessu lífi og verðum að njóta þess með öllum þeim uppákomum sem það kemur með. En við verðum líka að kunna að bregðast rétt við og standa með okkur sjálfum í gegnum allt.
Það eiga margir eftir að gera e-ð á okkar hlut - vonandi oftast nokkuð saklaust - en við eigum samt sem áður ekki að láta það yfir okkur ganga - brosa bara út í annað og reyna að gleyma því.. við eigum að bregðast við! Við eigum að láta í ljós okkar óánægju og takast á við aðstæðurnar! Einnig þegar rökræður eiga sér stað - þá eigum við ekki að bakka út til að forðast árekstra - eða afsaka eigin skoðun eða viðhorf - heldur standa með okkur sjálfum!
Það er fast í okkur amk sumum - að forðast ágreining, forðast árekstra, forðast óþægindi - og þar af leiðandi er troðið ofan á okkur. Þetta er e-ð sem manni er kannski kennt ungum og auðvitað eru óeðlileg eða óvenju hörð viðbrögð af eigin hálfu slæm - og geta oftast gert ástandið verra. En að standa með sér þegar aðrir troða á manni - og að bregðast við því er alltaf rétt.
Elskum okkur sjálf - stöndum með okkur - með því öðlumst við virðingu annarra, bætum eigin sjálfsmynd og líður betur.
sunnudagur, 3. október 2010
Ofbeldisfull mótmæli
Það er ekki stolt sem fyllir mig þegar ég hugsa um mótmælin á föstudaginn s.l.
Ástandið í þjóðfélaginu er skelfilegt og auðvitað er aðgerðaleysi ríkistjórnarinnar það líka - og að það sé verið að eyða dýrmætum tíma í að kjósa og lögsækja svo einn fyrrv. ráðherra - jújú, auðvitað á að lögsækja þá sem eru mögulega sekir en öll orkar sem er búin að fara í þetta - öll ljótu orðin sem hafa farið milli alþingismanna og hve neikvæð orkan er orðið á staðnum sem hefur tögl og hagldir um okkar framtíð!
Mótmæli eiga auðvitað rétt á sér - en þvílíkt heift og hverjir eru þarna?? Er þetta fólkið sem þarf virkilega að mótmæla eða bara einhverjir reiðir einstaklingar sem hafa þarna opinberan vettvang til þess að öskra og senda öðrum puttann - auk þess að brjálast við lögreglumenn -sem þeir eru kannski vel kunnugir af fyrri verkum! En auðvitað voru þarna líka venjulegir og ósáttir Íslendingar sem hafa misst allt - jafnvel fjölskylduna úr landi - og það er skelfilegt.
En þetta var samt of mikið!
Að grýta fólk er viðbjóðslegt! Alveg sama hverju er grýtt - það er alltaf virkilega ljótt og að horfa á alþingismenn - sem eru að mæta í vinnuna á hverjum degi og gera sitt besta - þó það sé að taka fulllangan tíma að sjá árangur - hylja höfuð og hræðast almenning. Að horfa á presta grýtta og að brjóta rúður í dómkirkjunni - hvað er eiginlega að fólki!?
Ofbeldi leysir ekki vandann - og að grýta aðra er ofbeldi. Ég hef enga trú á því að samfélagið muni batna við þessa reiði og allt þetta ofbeldi. Ég hef trú á því að alþingi sé virkilega að gera sitt besta til að reyna að komast að samstöðu um mál og leysa þetta ömurlega ástand - en það er meira en að segja það að bjarga þessu öllu saman, sérstaklega þegar fólk er jafn ósammála og á alþingi!
Nú þurfa alþingismenn að taka sig saman í andlitinu - hætta öllum rifrildum og rugli - spýta í lófana og leyfa almenningi að sjá einhverjar lausnir og a.m.k. hugmyndir - svo að okkar fagra íslenska þjóð fyllist aftur von um betri tíð og blóm í haga.
En við, almennningur - þurfum líka að líta í eigin barm og spyrja okkur hvort að það sé ofbeldi sem muni bæta okkar samfélagslega vanda í dag!??
Ástandið í þjóðfélaginu er skelfilegt og auðvitað er aðgerðaleysi ríkistjórnarinnar það líka - og að það sé verið að eyða dýrmætum tíma í að kjósa og lögsækja svo einn fyrrv. ráðherra - jújú, auðvitað á að lögsækja þá sem eru mögulega sekir en öll orkar sem er búin að fara í þetta - öll ljótu orðin sem hafa farið milli alþingismanna og hve neikvæð orkan er orðið á staðnum sem hefur tögl og hagldir um okkar framtíð!
Mótmæli eiga auðvitað rétt á sér - en þvílíkt heift og hverjir eru þarna?? Er þetta fólkið sem þarf virkilega að mótmæla eða bara einhverjir reiðir einstaklingar sem hafa þarna opinberan vettvang til þess að öskra og senda öðrum puttann - auk þess að brjálast við lögreglumenn -sem þeir eru kannski vel kunnugir af fyrri verkum! En auðvitað voru þarna líka venjulegir og ósáttir Íslendingar sem hafa misst allt - jafnvel fjölskylduna úr landi - og það er skelfilegt.
En þetta var samt of mikið!
Að grýta fólk er viðbjóðslegt! Alveg sama hverju er grýtt - það er alltaf virkilega ljótt og að horfa á alþingismenn - sem eru að mæta í vinnuna á hverjum degi og gera sitt besta - þó það sé að taka fulllangan tíma að sjá árangur - hylja höfuð og hræðast almenning. Að horfa á presta grýtta og að brjóta rúður í dómkirkjunni - hvað er eiginlega að fólki!?
Ofbeldi leysir ekki vandann - og að grýta aðra er ofbeldi. Ég hef enga trú á því að samfélagið muni batna við þessa reiði og allt þetta ofbeldi. Ég hef trú á því að alþingi sé virkilega að gera sitt besta til að reyna að komast að samstöðu um mál og leysa þetta ömurlega ástand - en það er meira en að segja það að bjarga þessu öllu saman, sérstaklega þegar fólk er jafn ósammála og á alþingi!
Nú þurfa alþingismenn að taka sig saman í andlitinu - hætta öllum rifrildum og rugli - spýta í lófana og leyfa almenningi að sjá einhverjar lausnir og a.m.k. hugmyndir - svo að okkar fagra íslenska þjóð fyllist aftur von um betri tíð og blóm í haga.
En við, almennningur - þurfum líka að líta í eigin barm og spyrja okkur hvort að það sé ofbeldi sem muni bæta okkar samfélagslega vanda í dag!??
fimmtudagur, 30. september 2010
Jákvæðni
Ég hef komist að því upp á síðkastið hvað jákvæðni kemur manni langt. Auðvitað þarf rökhyggjan að vera líka til staðar svo maður búist nú ekki við vinningi í lottó í hverri viku – en almenn jákvæðni er bara til að bæta tilveruna!!
Að fara í gegnum lífið pirraður og með neikvæðnina á nefinu er mjög sorglegt, og hreinlega minnkar lífsgæðin! Auðvitað verður maður stundum að rasa út; pirra sig og neikvæðnin er auðvitað stundum til staðar en málið er samt að hafa það í lágmarki.
Ég meina maður er ekki alltaf með allt á hornum sér – getur bara ekki verið.
Lífið gæti verið svo MIKLU verra – og við gleymum því allt of oft hvað við höfum það gott – Ok nú skulum við taka brjálaða jákvæðni:
-Við höfum hreint og gott vatn sem við getum drukkið ókeypis á hverjum degi!
-Við konur getum gengið í skóla – það er sko ekki alls staðar!
-Við getum splæst í ís hvenær sem er –efast um að flestir afríkubúar séu svo heppnir!
-Við búum á hinu frábæra Íslandi – sem hefur óteljandi kosti!!
-Við höfum facebook – sem veitir mér amk fullmikla hamingju
-Örbylgjuofn er pottþétt eitthvað sem meiri hluti heimsins fær ekki að njóta!
-Við konur getum klæðst buxum og þurfum ekki að hylja okkur alla daga!
-Við eigum góða vini og yndislega fjölskyldu (langflestir held ég)
-Við borðum ekki hunda né skordýr !
-Við konur erum ekki grýttar ef við mistígum okkur kynferðislega..
-Við eigum fullt af fötum ti lskiptanna!
-Við getum átt drauma og oft látið þá rætast!
-Við getum gert góðverk :)
Reynum að muna allt það góða – ekki bara það slæma! Reynum að brosa í gegnum þetta líf – þrátt fyrir að það muni koma djúpar lægðir sem við teljum óyfirstíganlegar – þá eigum við svo yndislega að sem hjálpa okkur í gegnum þetta líf sem er rétt að byrja hjá mörgum og rétt komið af stað hjá ykkur hinum ;)
Njótum þess að vera til – knúsum alla sem við elskum, eins oft og við getum! Hugum að eldri vinum og ættingjum – gerum góðverk – þau þurfa ekki að vera stór til að hafa ótrúleg áhrif!
Always look at the bright side of life... :)
Að fara í gegnum lífið pirraður og með neikvæðnina á nefinu er mjög sorglegt, og hreinlega minnkar lífsgæðin! Auðvitað verður maður stundum að rasa út; pirra sig og neikvæðnin er auðvitað stundum til staðar en málið er samt að hafa það í lágmarki.
Ég meina maður er ekki alltaf með allt á hornum sér – getur bara ekki verið.
Lífið gæti verið svo MIKLU verra – og við gleymum því allt of oft hvað við höfum það gott – Ok nú skulum við taka brjálaða jákvæðni:
-Við höfum hreint og gott vatn sem við getum drukkið ókeypis á hverjum degi!
-Við konur getum gengið í skóla – það er sko ekki alls staðar!
-Við getum splæst í ís hvenær sem er –efast um að flestir afríkubúar séu svo heppnir!
-Við búum á hinu frábæra Íslandi – sem hefur óteljandi kosti!!
-Við höfum facebook – sem veitir mér amk fullmikla hamingju
-Örbylgjuofn er pottþétt eitthvað sem meiri hluti heimsins fær ekki að njóta!
-Við konur getum klæðst buxum og þurfum ekki að hylja okkur alla daga!
-Við eigum góða vini og yndislega fjölskyldu (langflestir held ég)
-Við borðum ekki hunda né skordýr !
-Við konur erum ekki grýttar ef við mistígum okkur kynferðislega..
-Við eigum fullt af fötum ti lskiptanna!
-Við getum átt drauma og oft látið þá rætast!
-Við getum gert góðverk :)
Reynum að muna allt það góða – ekki bara það slæma! Reynum að brosa í gegnum þetta líf – þrátt fyrir að það muni koma djúpar lægðir sem við teljum óyfirstíganlegar – þá eigum við svo yndislega að sem hjálpa okkur í gegnum þetta líf sem er rétt að byrja hjá mörgum og rétt komið af stað hjá ykkur hinum ;)
Njótum þess að vera til – knúsum alla sem við elskum, eins oft og við getum! Hugum að eldri vinum og ættingjum – gerum góðverk – þau þurfa ekki að vera stór til að hafa ótrúleg áhrif!
Always look at the bright side of life... :)
sunnudagur, 19. september 2010
Er dauðinn alltaf það versta í umferðarslysum?
Þegar ég keyri yfir hellisheiðina hugsa ég alltaf til þess hve stutt maður er frá dauðanum, ein röng hreyfing og maður er kominn út af eða á annan bíl.. við þurfum ekki að spyrja að leikslokum.
Talan á hellisheiðinni um fjölda dauðsfalla lætur mann alltaf hugsa - lætur mann vanda sig og keyra með varkárni að leiðarljósi - einnig hafa krossarnir undir Ingólfsfjalli sömu áhrif á mann.. en hvað með alla sem hafa lent í slysi og lifað það af? Hvað með alla sem að eru lamaðir í hjólastól, í dái eða að einhverju leiti skaddaðir - einn aftaná akstur innan bæjar hefur skaddað fólk til lífstíðar - hvað þá harðir utanbæjar árekstrar!
Ég held að talan á hellisheiðinni og krossarnir undir Ingólfsfjalli sýni ekki nema örlítinn hluta allra sem að hafa þjást og munu þjást það sem eftir er - vegna sekúntubrots sem að breytti öllu!
Ég hvet alla til að hugsa um þá sem eru á bakvið þessar tölur - alla sem lifðu af en hefðu kannski stundum "frekar viljað" deyja - eða eru svo illa skaddaðir að dauðinn hefði verið "betri" kosturinn... hugsum líka til allra fjölskyldanna bakvið töluna eða krossinn.
Í guðs bænum förum varlega, notum beltin og verum varkár!
H
Talan á hellisheiðinni um fjölda dauðsfalla lætur mann alltaf hugsa - lætur mann vanda sig og keyra með varkárni að leiðarljósi - einnig hafa krossarnir undir Ingólfsfjalli sömu áhrif á mann.. en hvað með alla sem hafa lent í slysi og lifað það af? Hvað með alla sem að eru lamaðir í hjólastól, í dái eða að einhverju leiti skaddaðir - einn aftaná akstur innan bæjar hefur skaddað fólk til lífstíðar - hvað þá harðir utanbæjar árekstrar!
Ég held að talan á hellisheiðinni og krossarnir undir Ingólfsfjalli sýni ekki nema örlítinn hluta allra sem að hafa þjást og munu þjást það sem eftir er - vegna sekúntubrots sem að breytti öllu!
Ég hvet alla til að hugsa um þá sem eru á bakvið þessar tölur - alla sem lifðu af en hefðu kannski stundum "frekar viljað" deyja - eða eru svo illa skaddaðir að dauðinn hefði verið "betri" kosturinn... hugsum líka til allra fjölskyldanna bakvið töluna eða krossinn.
Í guðs bænum förum varlega, notum beltin og verum varkár!
H
mánudagur, 9. ágúst 2010
Fórnfýsi og vinakærleikur
Í dag og gær las ég bók fyrir gamla konu á elliheimilinu um líf hennar sem barn - þessi kona hefur alla sína tíð haft hag annarra fyrir brjósti, tekið að sér erfið börn í fóstur og unnið að því að láta öðrum líða sem best. Sá hugsanagangur var mun algengari hér áður fyrr - og sést það á þessari bók að bæði foreldrar hennar og svo afi hennar voru með þennan sama kærleik í brjóstinu - tilbúin að fórna sér fyrir annarra hamingju og hjálpa þeim sem minna máttu sín.
Í dag er þetta ekki svona - hver hugsar um sig og sinn rass og hefur engan áhuga á því hvernig náunginn hafi það! Allir reyna að fá það allra besta og jújú stundum reyna þeir að fá það besta fyrir sína allra nánustu en það fer ekki mikið lengra en það! Náungakærleikurinn er í lágmarki og fæstir sem myndu einu sinni íhuga að taka að sér umkomulaust barn eða fórna einhverju fyrir þann sem minna á.
Vil samt hafa það á hreinu að með þessu bloggi er ég alls ekki að lýsa því yfir að ég sé eitthvað betri en hin hefðbundni Íslendingur dagsins í dag! Síður en svo!
Málið er nefnilega það - að við teljum okkur samt alltaf vera að gera góðverk og reynum okkar besta - en það kemur ekki nálægt því hvernig samhugurinn var fyrr á tímum þó að jú auðvitað hafi verið spilling þá eins og nú og margir slæmir meðlimir samfélagsins - þá var samfélagið samt allt öðruvísi a.m.k. fleiri sem voru með samhugann og náungakærleikann í botni og til í að fórna ýmsu til að létta undir líf annarra.
Í bókinni var t.d. talað um að langafi þessarar konu (á elliheimilinu) fékk t.d. einu sinni heimsókn þar sem ferðalangur kom að bænum með ónýta skinnskó og spurði hvort þau ættu nokkra skó?! -einu skórnir sem "langafinn" átti voru spariskór og þá lét hann ferðalanginn fá þá - einu spariskónna!
Hver myndi gera svona í dag?!?
-peace!
Í dag er þetta ekki svona - hver hugsar um sig og sinn rass og hefur engan áhuga á því hvernig náunginn hafi það! Allir reyna að fá það allra besta og jújú stundum reyna þeir að fá það besta fyrir sína allra nánustu en það fer ekki mikið lengra en það! Náungakærleikurinn er í lágmarki og fæstir sem myndu einu sinni íhuga að taka að sér umkomulaust barn eða fórna einhverju fyrir þann sem minna á.
Vil samt hafa það á hreinu að með þessu bloggi er ég alls ekki að lýsa því yfir að ég sé eitthvað betri en hin hefðbundni Íslendingur dagsins í dag! Síður en svo!
Málið er nefnilega það - að við teljum okkur samt alltaf vera að gera góðverk og reynum okkar besta - en það kemur ekki nálægt því hvernig samhugurinn var fyrr á tímum þó að jú auðvitað hafi verið spilling þá eins og nú og margir slæmir meðlimir samfélagsins - þá var samfélagið samt allt öðruvísi a.m.k. fleiri sem voru með samhugann og náungakærleikann í botni og til í að fórna ýmsu til að létta undir líf annarra.
Í bókinni var t.d. talað um að langafi þessarar konu (á elliheimilinu) fékk t.d. einu sinni heimsókn þar sem ferðalangur kom að bænum með ónýta skinnskó og spurði hvort þau ættu nokkra skó?! -einu skórnir sem "langafinn" átti voru spariskór og þá lét hann ferðalanginn fá þá - einu spariskónna!
Hver myndi gera svona í dag?!?
-peace!
mánudagur, 5. júlí 2010
Kveðjur í bundnu máli :)
Ég rakst á bloggi föður míns á fallegt ljóð sem hann Jói í Stapa orti sem kveðju til mín að norðan - þar sem hann komst ekki í stúdentsveisluna mína í maí 2008.
Kveðja að norðan
Nú gyllir sólin himinhvelin há
og hlýir geislar verma land og sjá
nú færist líf í fagran skógarreit
og fuglar hefja glaðra hljóma sveit
Fast að stöfum skólahurð er skellt
frá skyldum náms er þungum steini velt
og æska fagnar frelsi er vorið ól
og faðminn breiðir móti lífi og sól.
Fögrum draumum fögnum því í dag
og frjáls við skulum syngja vorsins lag
og gleðjumst því er gengin vetrarþraut
og glöð við stefnum út á framabraut.JG
Þegar ég les svona falleg ljóð hugsa ég strax til Bragaþingsins sem verður haldið í ár í landnámi Íslands (RVK) - og stefnan auðvitað að skella sér enda hin besta skemmtun með glimrandi vísum, góðu fólki, söng, dansi og góðum mat :)
En ég verð einnig að setja hérna með vísuna sem pabbi orti til mín á afmælisdaginn minn 25.maí s.l.
Árna heilla Höllu í dag
hlý vill sólin skína.
Megi fagurt ljóð og lag
lífga daga þína. IHJ
Knús til allra og góða "nótt" - þar sem ég er komin heim af næturvakt og á leið uppí rúm :)
Kveðja að norðan
Nú gyllir sólin himinhvelin há
og hlýir geislar verma land og sjá
nú færist líf í fagran skógarreit
og fuglar hefja glaðra hljóma sveit
Fast að stöfum skólahurð er skellt
frá skyldum náms er þungum steini velt
og æska fagnar frelsi er vorið ól
og faðminn breiðir móti lífi og sól.
Fögrum draumum fögnum því í dag
og frjáls við skulum syngja vorsins lag
og gleðjumst því er gengin vetrarþraut
og glöð við stefnum út á framabraut.JG
Þegar ég les svona falleg ljóð hugsa ég strax til Bragaþingsins sem verður haldið í ár í landnámi Íslands (RVK) - og stefnan auðvitað að skella sér enda hin besta skemmtun með glimrandi vísum, góðu fólki, söng, dansi og góðum mat :)
En ég verð einnig að setja hérna með vísuna sem pabbi orti til mín á afmælisdaginn minn 25.maí s.l.
Árna heilla Höllu í dag
hlý vill sólin skína.
Megi fagurt ljóð og lag
lífga daga þína. IHJ
Knús til allra og góða "nótt" - þar sem ég er komin heim af næturvakt og á leið uppí rúm :)
laugardagur, 22. maí 2010
Stefanían mín
Það er fátt fallegra en að horfa á lítið barn þroskast. Í kringum mann eru ótalmörg börn - mistengd manni - sem snerta mann. Þau eru jafn misjöfn og fullorðna fólkið enda jafn miklir einstaklingar. Persónuleikinn virðist mótast mjög fljótt og skerpist með hverju augnablikinu.
Stefanía Heimisdóttir, dóttir Þórdísar frænku hefur skipað stóran sess í mínu lífi. Hún lýsir upp tilveruna og er sannarlegur gimsteinn. Ég hef verið svo heppin að fá að kynnast henni betur og betur alveg frá því hún var glæný. Seinasta haust bjó ég í nágrenni við hana og hitti hana oft á hverjum degi - í hvert sinn sem hún sagði eða gerði e-ð nýtt var maður uppnumin af gleði og stolti :)
Í dag er hún rúmlega eins og hálfs árs - hún verður 2 ára í ágúst. Hún er búin að þroskast mjög mikið og núna líður lengra á milli heimsókna þar sem ég er ekki í alveg næsta nágrenni þannig að maður sér breytingarnar enn skýrar. Að heyra hana kalla "Hadddla" er ótrúleg tilfinning.
Hún var dásamlega um daginn þar sem hún stóð upp gerði prumpuhljóð og lyfti svo annarri löppinni - svo skellihló hún þegar við pabbi hennar sögðum "Ojj, þvílík prumpufýla!!" - þessu hélt hún áfram eftir að hún kom upp í rúm og þá var svo sannarlega erfitt að vera stranga frænkan og láta hana fara að sofa þegar ég átti að svæfa hana.
Það er líka mjög vinsælt hjá litlu skvísunni að kitla alla nálæga með því að öskra gilligilligilli og "kitla" mann - óútskýranlega krúttlegt!
Jæja - ætli þetta blogg sé ekki alveg nógu væmið þó ég stoppi hér. Framundan eru ný ævintýri með litlu prinsessunni minni sem er svo sannarlegur ljósgeisli í mínu lífi og annarra sem eru þeirrar blessunar veitt að fá að umgangast hana.
Hún verður alltaf elskuð af frænkunni sinni :*
Stefanía Heimisdóttir, dóttir Þórdísar frænku hefur skipað stóran sess í mínu lífi. Hún lýsir upp tilveruna og er sannarlegur gimsteinn. Ég hef verið svo heppin að fá að kynnast henni betur og betur alveg frá því hún var glæný. Seinasta haust bjó ég í nágrenni við hana og hitti hana oft á hverjum degi - í hvert sinn sem hún sagði eða gerði e-ð nýtt var maður uppnumin af gleði og stolti :)
Í dag er hún rúmlega eins og hálfs árs - hún verður 2 ára í ágúst. Hún er búin að þroskast mjög mikið og núna líður lengra á milli heimsókna þar sem ég er ekki í alveg næsta nágrenni þannig að maður sér breytingarnar enn skýrar. Að heyra hana kalla "Hadddla" er ótrúleg tilfinning.
Hún var dásamlega um daginn þar sem hún stóð upp gerði prumpuhljóð og lyfti svo annarri löppinni - svo skellihló hún þegar við pabbi hennar sögðum "Ojj, þvílík prumpufýla!!" - þessu hélt hún áfram eftir að hún kom upp í rúm og þá var svo sannarlega erfitt að vera stranga frænkan og láta hana fara að sofa þegar ég átti að svæfa hana.
Það er líka mjög vinsælt hjá litlu skvísunni að kitla alla nálæga með því að öskra gilligilligilli og "kitla" mann - óútskýranlega krúttlegt!
Jæja - ætli þetta blogg sé ekki alveg nógu væmið þó ég stoppi hér. Framundan eru ný ævintýri með litlu prinsessunni minni sem er svo sannarlegur ljósgeisli í mínu lífi og annarra sem eru þeirrar blessunar veitt að fá að umgangast hana.
Hún verður alltaf elskuð af frænkunni sinni :*
fimmtudagur, 15. apríl 2010
Verum þakklát!
10.apríl fyrir ári síðan var ég þakklát - þá voru breyttar aðstæður hjá mér og lífið aðeins í öðrum skrið en í dag - þó er ég enn jafn þakklát vegna þess að ég er svo rosalega heppin! Ég á yndislega að, frábæra fjölskyldu sem ég nýt hvers augnabliks með og góða vini.
Lífið mitt blómstrar á meðan annarra fölnar og með þeim lifir bænin mín og von um að þeirra líf geti líka blómstrað og að öllum líði vel. Við eigum að vera þakklát fyrir tilveruna okkar og líf - og þó að margir eigi erfitt nú á krepputímum þá breytir það ekki því að það er margt sem hægt er að þakka fyrir og vera ánægður með.
En bloggið síðan í fyrra var svo ansi gott að ég ætla bara að leyfa sjálfri mér að copy/pastea það hér og hvet ykkur til að hugsa ykkur um næst þegar "lífið er glatað" - því ég held að það sé ekki jafn glatað og maður leyfir sér oft að halda.
--------------------------------------------------------------------------------
Á meðan sumt fólk missir vinnuna og peninga er annað fólk sem missir ástvini. Í Ítalíu er þjóðarsorg vegna jarðskjálfta, þar sem mörg hundruð manns hafa dáið og yfir 1000 manns slasast. Í Írak deyr fólk á hverjum degi og lifir í endalausum ótta við sprengjur og skotárásir. Í Afríku og öðrum þróunarlöndum lifir fólk varla daginn af vegna sjúkdóma eða/og matar- og drykkjaleysis.
Á Íslandi er meðallífsaldur fólks með því alhæsta sem þekkist í heiminum og um daginn sá ég frétt þar sem meðallífsaldur karlmanna væri sá hæsti á Íslandi. Mikið getum við verið þakklát fyrir það. Við getum verið þakklát fyrir hreina loftið, tæra og góða vatnið, friðinn og lífið hér á Íslandi.
Þó deyr fólk líka á Íslandi og á hverjum degi les maður yfir sorglegar minningargreinar, sér lítil börn eða ungt fólk í blóma lífsins. Alltaf er fólk að missa ástvini; foreldra, börn, afa og ömmur. Á hverjum degi ríkir sorg í einhverju hjarta sem er langtum verri en atvinnuleysi eða peningavandamál.
Ég fór að hugsa um lífið í öðru ljósi eftir að ég komst að því að kona á besta aldri deyr úr krabbameini, kona sem var full af lífi og gleði, naut þess að vera með börnum sínum og barnabörnum, var góður vinnuveitandi og yndisleg að öllu leyti. Þessi kona kemst að því að hún sé með krabbamein og að hún muni deyja eftir nokkra mánuði. Sú tilfinning hlýtur að vera skelfileg og að þurfa að segja sínum nánustu fréttirnar er eitthvað sem enginn getur ímyndað sér.
Maður verður að hugsa til þess jákvæða í lífinu og þakka fyrir allt það góða sem maður á. Lífið getur verið ósanngjarnt og erfitt. Núna eiga margir mjög erfitt og skelfilegt að svona sé komið fyrir okkar góða landi og að fólk eigi ekki mat handa sér og börnum sínum. En til að þrauka svona tíma af og horfa fram á við, verður maður að vera bjartsýnn og jákvæður. Maður verður að vakna á morgnanna, áorka einhverju og líta til framtíðar. Nota tímann sem maður hefur á þessari jörðu, með því fólki sem maður elskar.
Farið vel með ykkur og reynið að njóta lífsins til fulls.. þó það sé oft erfitt.
- hér er upphaflega bloggið með indælum commentum - http://hallaoh.blogspot.com/2009/04/vera-akklatur.html - getiði toppað þessi comment??? ;)
Lífið mitt blómstrar á meðan annarra fölnar og með þeim lifir bænin mín og von um að þeirra líf geti líka blómstrað og að öllum líði vel. Við eigum að vera þakklát fyrir tilveruna okkar og líf - og þó að margir eigi erfitt nú á krepputímum þá breytir það ekki því að það er margt sem hægt er að þakka fyrir og vera ánægður með.
En bloggið síðan í fyrra var svo ansi gott að ég ætla bara að leyfa sjálfri mér að copy/pastea það hér og hvet ykkur til að hugsa ykkur um næst þegar "lífið er glatað" - því ég held að það sé ekki jafn glatað og maður leyfir sér oft að halda.
--------------------------------------------------------------------------------
Á meðan sumt fólk missir vinnuna og peninga er annað fólk sem missir ástvini. Í Ítalíu er þjóðarsorg vegna jarðskjálfta, þar sem mörg hundruð manns hafa dáið og yfir 1000 manns slasast. Í Írak deyr fólk á hverjum degi og lifir í endalausum ótta við sprengjur og skotárásir. Í Afríku og öðrum þróunarlöndum lifir fólk varla daginn af vegna sjúkdóma eða/og matar- og drykkjaleysis.
Á Íslandi er meðallífsaldur fólks með því alhæsta sem þekkist í heiminum og um daginn sá ég frétt þar sem meðallífsaldur karlmanna væri sá hæsti á Íslandi. Mikið getum við verið þakklát fyrir það. Við getum verið þakklát fyrir hreina loftið, tæra og góða vatnið, friðinn og lífið hér á Íslandi.
Þó deyr fólk líka á Íslandi og á hverjum degi les maður yfir sorglegar minningargreinar, sér lítil börn eða ungt fólk í blóma lífsins. Alltaf er fólk að missa ástvini; foreldra, börn, afa og ömmur. Á hverjum degi ríkir sorg í einhverju hjarta sem er langtum verri en atvinnuleysi eða peningavandamál.
Ég fór að hugsa um lífið í öðru ljósi eftir að ég komst að því að kona á besta aldri deyr úr krabbameini, kona sem var full af lífi og gleði, naut þess að vera með börnum sínum og barnabörnum, var góður vinnuveitandi og yndisleg að öllu leyti. Þessi kona kemst að því að hún sé með krabbamein og að hún muni deyja eftir nokkra mánuði. Sú tilfinning hlýtur að vera skelfileg og að þurfa að segja sínum nánustu fréttirnar er eitthvað sem enginn getur ímyndað sér.
Maður verður að hugsa til þess jákvæða í lífinu og þakka fyrir allt það góða sem maður á. Lífið getur verið ósanngjarnt og erfitt. Núna eiga margir mjög erfitt og skelfilegt að svona sé komið fyrir okkar góða landi og að fólk eigi ekki mat handa sér og börnum sínum. En til að þrauka svona tíma af og horfa fram á við, verður maður að vera bjartsýnn og jákvæður. Maður verður að vakna á morgnanna, áorka einhverju og líta til framtíðar. Nota tímann sem maður hefur á þessari jörðu, með því fólki sem maður elskar.
Farið vel með ykkur og reynið að njóta lífsins til fulls.. þó það sé oft erfitt.
- hér er upphaflega bloggið með indælum commentum - http://hallaoh.blogspot.com/2009/04/vera-akklatur.html - getiði toppað þessi comment??? ;)
sunnudagur, 11. apríl 2010
Einn góður :)
Hrólfur og Erla voru vistmenn á geðsjúkrahúsi. Dag einn, er þau voru á gangi við sundlaugina kastaði Hrólfur sér útí og sökk til botns. Erla stakk sér útí laugina og bjargaði Hrólfi frá drukknun.
Þegar yfirlæknirinn frétti af björgunarafreki Erlu ákvað hann að útskrifa hana af sjúkrahúsinu, þar sem hún væri greinilega búin að ná snerpu og andlegu jafnvægi á ný.
Daginn eftir fór hann til fundar við Erlu til að boða henni
fréttirnar og sagði þá: Erla mín, ég hef bæði góðar og slæmar fréttir að færa þér! Góða fréttin er að ég ætla að útskrifa þig af spítalanum þar sem þú hefur sýnt merki um bata, sem sýnir sig í því að þú bjargaðir honum Hrólfi frá drukknun. Slæma fréttin er hins vegar sú að hann Hrólfur er dáinn. Karlgreyið hengdi sig í beltinu sínu í gærkvöldi eftir að þú hafðir bjargað honum.
Þá sagði Erla: Hrólfur hengdi sig ekki. Ég festi hann upp til
þerris í gærkvöldi. En hvenær má ég fara heim sagðirðu ??
-------
Fariði vel með ykkur :)
Þegar yfirlæknirinn frétti af björgunarafreki Erlu ákvað hann að útskrifa hana af sjúkrahúsinu, þar sem hún væri greinilega búin að ná snerpu og andlegu jafnvægi á ný.
Daginn eftir fór hann til fundar við Erlu til að boða henni
fréttirnar og sagði þá: Erla mín, ég hef bæði góðar og slæmar fréttir að færa þér! Góða fréttin er að ég ætla að útskrifa þig af spítalanum þar sem þú hefur sýnt merki um bata, sem sýnir sig í því að þú bjargaðir honum Hrólfi frá drukknun. Slæma fréttin er hins vegar sú að hann Hrólfur er dáinn. Karlgreyið hengdi sig í beltinu sínu í gærkvöldi eftir að þú hafðir bjargað honum.
Þá sagði Erla: Hrólfur hengdi sig ekki. Ég festi hann upp til
þerris í gærkvöldi. En hvenær má ég fara heim sagðirðu ??
-------
Fariði vel með ykkur :)
laugardagur, 6. mars 2010
Fyrri tímar
Um daginn tók ég ansi merkilega bók af bókasafninu sem nefnist Öldin sem leið og er um árin 1800-1860. Þar eru margar ansi áhugaverðar fréttir og ætla ég að dreypa á þeim bestu hér.
- Íslendingar voru þekktir fyrir að bjarga sér á árum áður og í apríl 1801 fannst maður sem hafði týnst í óveðri með kindur sínar kalinn og vart hugað líf – drep hljóp í sár hans og því þurfti að taka af honum bæði hendur og fætur en það gerði ólærður læknir og þótti það hafa tekist svo vel að lærðir læknar gætu ekki gert betur!
- Reykjavík var ansi lítið bæjarfélag á þessum tíma en 1801 var íbúafjöldi 307 manns og þótti það mikil fjölgun frá árinu 1786 þegar bæjarbúar voru einungi 167.
Á Íslandi bjuggu 47 þúsund manns árið 1801.
- En þessi tími var oft mjög grimmilegur og voru dómar mjög harðir t.d. var stúlka dæmd til lífláts fyrir að bera út barn sitt sem að varð undir með kvæntum manni, en hann hafði ógnað henni svo hún myndi ekki lýsa hann föður barnsins. Þessi maður hafði barnað 4 konur utan hjónabands og tvívegis reynt að láta barnsmæður sínar rangfeðra börnin. Þegar kom að fæðingu stúlkunnar sem fyrst var nefnd hafi hún eignast barnið í rúmi sínu sem var við hlið foreldra henna en þau vissu ekki af óléttunni og náði hún að kæfa niður öll hljóð svo enginn myndi verða fæðingarinnar var. Fór hún svo með barnið að tjörninni þar sem því var drekkt. Ekki stendur hvort maðurinn hlaut refsingu en hann var a.m.k. ákærður. Stúlkan var líflátin.
- Að Sjöundá í Barðastrandasýslu gerðust skrýtnir hlutir. Bærinn er tvíbýli þar sem tvenn hjón bjuggu, annars vegar Bjarni og Guðrún og hins vegar Jón og Steinunn. En svo deyja Jón og Guðrún og þegar málið er rannsakað kemur í ljós að Bjarni og Steinunn hafi verið í ástarsambandi og að þau hafi myrt maka sína til þess að vera saman. Þau voru dæmd til pyntinga og lífláts.
- Um miðjan júní 1802 var enn vetur á Íslandi – enda mjög langur og harður vetur að líða. Lítið um fisk til að veiða og bú að flosna upp þannig að fólk bjó við mikla vosbúð og jafnvel dauða.
- 16 ára gamall strákur stal eldivið úr kofa á Litla-Hrauni og fiski á Stokkseyri sem var metið á samtals 36 skildinga. Hérað var ansi harkalegt í dómi sínum þar sem það dæmdi strákinn til að „kagstrýkjast og erfiða í járnum í Kaupmannahafnar þrælavarðhaldi ævilangt“ en landsyfirréttur ógilti þann dóm og dæmdi strákinn til að erfiða í 2 ár í íslensku tugthúsi.
- 12.júlí 1809 var íslenskur fáni fyrst dreginn upp að húni „blár feldur með þrem hvítum þorskum“.
Jæja – nú getiði beðið spennt eftir næsta bloggi þar sem ég mun halda áfram að fræða ykkur um aðalfréttirnar á árunum 1811 og uppúr! T.d. er mjög spaugileg lýsing sem enskur blaðamaður hefur á Íslendingum og mun ég segja frá því í næsta bloggi... kv.H
- Íslendingar voru þekktir fyrir að bjarga sér á árum áður og í apríl 1801 fannst maður sem hafði týnst í óveðri með kindur sínar kalinn og vart hugað líf – drep hljóp í sár hans og því þurfti að taka af honum bæði hendur og fætur en það gerði ólærður læknir og þótti það hafa tekist svo vel að lærðir læknar gætu ekki gert betur!
- Reykjavík var ansi lítið bæjarfélag á þessum tíma en 1801 var íbúafjöldi 307 manns og þótti það mikil fjölgun frá árinu 1786 þegar bæjarbúar voru einungi 167.
Á Íslandi bjuggu 47 þúsund manns árið 1801.
- En þessi tími var oft mjög grimmilegur og voru dómar mjög harðir t.d. var stúlka dæmd til lífláts fyrir að bera út barn sitt sem að varð undir með kvæntum manni, en hann hafði ógnað henni svo hún myndi ekki lýsa hann föður barnsins. Þessi maður hafði barnað 4 konur utan hjónabands og tvívegis reynt að láta barnsmæður sínar rangfeðra börnin. Þegar kom að fæðingu stúlkunnar sem fyrst var nefnd hafi hún eignast barnið í rúmi sínu sem var við hlið foreldra henna en þau vissu ekki af óléttunni og náði hún að kæfa niður öll hljóð svo enginn myndi verða fæðingarinnar var. Fór hún svo með barnið að tjörninni þar sem því var drekkt. Ekki stendur hvort maðurinn hlaut refsingu en hann var a.m.k. ákærður. Stúlkan var líflátin.
- Að Sjöundá í Barðastrandasýslu gerðust skrýtnir hlutir. Bærinn er tvíbýli þar sem tvenn hjón bjuggu, annars vegar Bjarni og Guðrún og hins vegar Jón og Steinunn. En svo deyja Jón og Guðrún og þegar málið er rannsakað kemur í ljós að Bjarni og Steinunn hafi verið í ástarsambandi og að þau hafi myrt maka sína til þess að vera saman. Þau voru dæmd til pyntinga og lífláts.
- Um miðjan júní 1802 var enn vetur á Íslandi – enda mjög langur og harður vetur að líða. Lítið um fisk til að veiða og bú að flosna upp þannig að fólk bjó við mikla vosbúð og jafnvel dauða.
- 16 ára gamall strákur stal eldivið úr kofa á Litla-Hrauni og fiski á Stokkseyri sem var metið á samtals 36 skildinga. Hérað var ansi harkalegt í dómi sínum þar sem það dæmdi strákinn til að „kagstrýkjast og erfiða í járnum í Kaupmannahafnar þrælavarðhaldi ævilangt“ en landsyfirréttur ógilti þann dóm og dæmdi strákinn til að erfiða í 2 ár í íslensku tugthúsi.
- 12.júlí 1809 var íslenskur fáni fyrst dreginn upp að húni „blár feldur með þrem hvítum þorskum“.
Jæja – nú getiði beðið spennt eftir næsta bloggi þar sem ég mun halda áfram að fræða ykkur um aðalfréttirnar á árunum 1811 og uppúr! T.d. er mjög spaugileg lýsing sem enskur blaðamaður hefur á Íslendingum og mun ég segja frá því í næsta bloggi... kv.H
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)